Síða 1 af 1

Ráð varðandi tölvukaup

Sent: Fim 07. Ágú 2025 14:31
af RassiPrump
Sælir spjallverjar.

Nú líður senn að því að ég fari að endurnýja tölvuna hjá mér, keypti mér tölvu síðast 2016 þannig að það er farið að snjóa vel yfir hjá þekkinguna hjá manni...Er einhver sérstök búð sem þið mælið með frekar en önnur, var alltaf staðráðinn í að versla í Kísildal, en eftir að hafa farið yfir þennan þráð : viewtopic.php?f=33&t=99774 þá er maður hugsa sig um betur... Keypti síðast hjá Tölvutækni en það eru 9 ár síðan...

Eins væri alveg gaman að fá tillögur að samsetningum ef menn nenntu að nefna íhluti sem þeir mæla með.

Budget er svona 400 til 500þ.

Góðar stundir!

Edit: eins og Stutturdreki benti á þá steingleymdi ég að taka fram í hvað vélin er notuð, biðst velvirðingar á því.

Hún er mest notuð í tölvuleiki, væri alveg gaman að hún gæti keyrt GTA6 ef hann kemur út á þessari öld :megasmile
Nota 2 skjái við hana, 1080p eins og er, en gæti alveg farið í 2K eða 4K seinna meir en það er ekki ákveðið. 1 skjárinn er oftast tölvuleikur og hinn er bara vafri eða eitthvað svoleiðis.

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Sent: Fim 07. Ágú 2025 14:45
af Stutturdreki
Væri frábært ef þú gæfir fólki meiri upplýsingar.

Hvað vantar þig tölvu fyrir: Leiki, vinnu, doomscroll, media?

Hvaða skjá setup ertu með: einn eða fleirri, 1080p eða 4k?

Og örugglega eitthvað fleirra.

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Sent: Fim 07. Ágú 2025 17:07
af rapport
Veit bara hvað mig langar - Á OS, en vill stærri SSD og meira minni

Held að þetta væri þrusu díll...

En ég hef ekki keypt mér nýjan turn í heilu lagi síðan 1999 og hef enga þörf... en langar í svona viðarpanel (sá svona kassa um daginn og hann var eitthvað nice)

Re: Ráð varðandi tölvukaup

Sent: Fös 08. Ágú 2025 14:04
af Stutturdreki
Pakkinn sem rapport bendir á er fínn fyrir leiki og vel innan budgets, gætir örugglega fengið að stækka upp í 5080 kort sem væri en innann budgets og þú værir kominn með bara frekar öfluga tölvu.

(PSU þá reyndar á mörkunum en það má stækka það líka)

Ef ég væri að púsla (sem ég myndi persónulega gera)
- 9800x3d : https://tolvutaekni.is/collections/orgj ... ara-abyrgd
- ASRock B850 Steel Legend : https://kd.is/category/8/products/3988
- 64gb Kingston 6000mhz CL30 : https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... idarabyrgd
- RTX 5070 Ti 16gb : https://tolvutaekni.is/collections/skja ... ddr7-dlss4
- Corsair RM1000x : https://tl.is/corsair-rm1000x-modular-a ... byrgd.html
- Noctua NH-D15 G2 : https://tl.is/noctua-nh-d15-gen2-orgjor ... 140mm.html
eða Noctua NH-U12A : https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Ih ... 373.action ef NH-D15 G2 passar illa á móðurborði/er of stór

Nota 'gamla' kassan og 'gamla' diska sem ég á og eru í lagi.