Nálgast gögn af gömlum IDE HDD úr fartölvu
Sent: Þri 29. Júl 2025 20:28
Svona til þess að koma með eitthvað annað inn á þetta spjall en hver er með stærri e-penis í diska performance
þá er ég með ákveðið issue sem mig langar að leysa.
Ég var að taka til í bílskúrnum hjá mér núna um helgina og rak þá augun í gömlu fartölvuna mína sem ég notaði þegar ég var í háskóla í DK frá 2003-2008. Þetta er HP vél frá 2003 og þarna voru sko þessar græjur ekki mældar í millimetrum heldum tommum þegar kom að þykkt
.Það kviknar á vélinni en það kemur ekkert upp á skjáinn. Mig langar rosalega að komast í gögnin á vélinni en skiljanlega get ég ekki plöggað þessu í neina vél á mínu heimili í dag.
Því spyr ég ykkur, kæru Vaktarar, er einhver þarna úti sem á einhverja græju eða kapal sem hægt er að tengja við svona gamlan IDE harðan disk úr fartölvu og væri þá til í að lána mér í svona kvöldstund eða svo?
Kv. Elvar

Ég var að taka til í bílskúrnum hjá mér núna um helgina og rak þá augun í gömlu fartölvuna mína sem ég notaði þegar ég var í háskóla í DK frá 2003-2008. Þetta er HP vél frá 2003 og þarna voru sko þessar græjur ekki mældar í millimetrum heldum tommum þegar kom að þykkt

Því spyr ég ykkur, kæru Vaktarar, er einhver þarna úti sem á einhverja græju eða kapal sem hægt er að tengja við svona gamlan IDE harðan disk úr fartölvu og væri þá til í að lána mér í svona kvöldstund eða svo?
Kv. Elvar