Templar skrifaði:GTX680 fékk ekki nema 62þ boð, notað í eina viku og með 3 ára ábyrgð svo að það er bara of lítið og strákurinn fær það bara, endist því mun lengur, varðandi i7 þá langar mig í K útgáfuna, aðeins pínu hraðari og það munar aðeins 15þ á i7 og góðum i5 og það er líka of lítið til að sleppa því, þetta bara eykur líftíma tölvunnar og þar með minnkar vinnu fyrir mig svo þetta eru fín skipti.
Fair enough.
Varðandi 15k muninn á i5 og i7, þá myndi ég segja að það væri sniðugra að horfa á prósentumun en ekki krónumun.
Core i5 3570K 36.750 kr.
Core i7 3770K 53.750 kr.
53750 / 36750 ≈ 1,463
Core i5 3570K = 198 SYSmark points
Core i7 3770K = 228 SYSmark points
228 / 198 ≈ 1,152
46% hærra verð fyrir u.þ.b. 15% hraðari reiknigetu.
Þegar kemur að vörum sem verða úreldar á 1-2 árum, þá er eiginlega ekki hægt að horfa á þetta neitt öðruvísi. En þetta eru þínir peningar, svo bara go for it!

