intenz skrifaði:AntiTrust skrifaði:2 diskar frá solid framleiðanda að fara með svona stuttu millibili?
Utanaðkomandi ástæða, klárt mál. Spennuflökt, PSU að fara, etc.
Hefðu þá ekki 4 ára Samsung diskurinn minn farið líka og flakkarinn? En ekki bara þessir 2 Seagate diskar?
Flakkarinn er á sér spennubreyti sem þolir mögulega betur spennuflökt en aflgjafinn þinn.
Voru Seagate diskarnir á "sama vír" og þar af leiðandi pottþétt á sömu grein frá aflgjafanum og Samsung diskurinn?
En annars getur þetta auðvitað verið tilviljun, en fjandi mikil samt sem áður.
