Jæja ég ætla að setja hraða minnis upp í 800MHz í stað 667 MHz eins og biosin sýnir. Ég ætla að setja divider á minninu í 1,5 og hækka voltin á þeim til að hjálpa upp á. Þau eru núna 1.8v.
Vinsluminnið er Corsair XMS2 800 MHz, PC2-6400, 5-5-5-12 og er ég með tvö stykki af 1GB í Dual channel en er í vafa hversu mikið ég eigi að hækka voltin.
Vill einhver vera svo góður að gefa mér ráð hversu mikið ég ætti að hækka eins og að t.d hvort að ég ætti að hækka þau smátt og smátt upp í 2.1v og sjá hvar ég nái að halda þeim stöðugum í 800 MHz. Eða er eitthvað sem mælir með eða gegn því að ég hækki þau strax í 2.1v?
Er annars ekki í fínu lagi að hafa þau í 2.1v og ekkert sem skaðar þau?
Update: Hef breytt divider í 1,5 til að fá 800 MHz og hækkað voltin á minninu frá 1.8 yfir í 1.9 og það virðist halda 800MHz stöðugum.
Takk gnarr fyrir að benda mér á að ég þyrfti líklega að auka spennuna á þeim í leiðinni.