Laptop/spjaldtalva eða annað fyrir dætur á leið í háskóla?

Skjámynd

Höfundur
Hrotti
Geek
Póstar: 873
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 159
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Laptop/spjaldtalva eða annað fyrir dætur á leið í háskóla?

Pósturaf Hrotti » Fös 08. Ágú 2025 11:03

Stelpurnar mínar eru á leiðinni í háskóla í haust og eru með allskonar vangaveltur um hvernig þær eiga að vera græjaðar. Þær eru með einhverja glansmynd af því að vera með spjaldtölvu og penna til að glósa allt og gera sem er kannski hárrétt, mitt vandamál er bara að ég hef ekkert vit á háskólanámi og tækniaðstæðum þar. Heimilið er öllu vant þannig að windows/IOS/android skiptir engu sérstöku máli en þær eru líka að reyna að safna fyrir íbúð þannig að budget skiptir máli. þær eiga ekkert nema síma og borðtölvur þannig að hvað sem verður fyrir valinu þarf að kaupa.

Hvaða reynslu hefur fólk hérna af þessu?


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Matthiasa
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Lau 07. Jún 2025 18:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Laptop/spjaldtalva eða annað fyrir dætur á leið í háskóla?

Pósturaf Matthiasa » Fös 08. Ágú 2025 13:04

Það virkar alveg að vera bara með spjaldtölvu, nokkrir samnemendur mínir gera það. Getur keyrt nokkurnveginn allt sem þarf fyrir háskólanám í browser þannig spjald+lyklaborð+penni dugar vel. Ég er sjálfur með Lenovo yoga vél með snertiskjá og er mjög sáttur, en nota snertiskjáinn svosem ekki mikið.




enypha
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Laptop/spjaldtalva eða annað fyrir dætur á leið í háskóla?

Pósturaf enypha » Fös 08. Ágú 2025 13:22

Dóttir mín sem er að byrja í háskóla hefur verið með iPad Air með penna og Macbook Air. Hún notar iPad-inn mjög mikið, meira en tölvuna held ég. Hún kæmist eflaust af án tölvunnar ef hún væri með lyklaborð á iPad.


x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár

Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Laptop/spjaldtalva eða annað fyrir dætur á leið í háskóla?

Pósturaf cocacola123 » Fös 08. Ágú 2025 14:04

Ég nota sjálfur Macbook og iPad með penna í háskóla.
Ég nota ipad-inn svakalega mikið í allar glósur, verkefnavinnu og rafrænar skólabækur. Frábær græja.
En ef ég þyrfti að velja á milli ipad+lyklaborð+penna eða macbook air (kostar svipað mikið) þá myndi ég velja macbook.
Macbook tölvurnar endast í fleiri ár en ipad og maður er öruggari með þær útaf þær keyra allt. Ekki bara það sem er í app store eins og í ipad.


Drekkist kalt!


Televisionary
FanBoy
Póstar: 764
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 158
Staða: Ótengdur

Re: Laptop/spjaldtalva eða annað fyrir dætur á leið í háskóla?

Pósturaf Televisionary » Fös 08. Ágú 2025 16:49

Minn túkall

- Einn nemandi á mínum vegum tók nám í Verslunarskólanum á Macbook Pro 13" M1 -> Búin með 1 ár í HR á Macbook Air M1. Núll vesen. Rafhlöðuendingin er best. Skiptin yfir í Air var sökum þess að sólin kálaði skjánum. Notar ódýrasta iPad til að lesa af. Hefðbundnar glósur skrifaðar upp á gamla mátann. iPadinn virkar sem aukaskjár sem er alveg geggjað líka.

- Annar aðili á mínum vegum er að fara í Borgó í haust og verður með Thinkpad, hann fer svo illa með dót að hann fær ekki Apple vél. Litla veislan sem handahófskenndar endurræsingar eftir uppfærslur verða.

Ég myndi aldrei senda neinn í háskólanám með það veganest að nota bara spjaldtölvu, fínt sem aukahlutur.



Skjámynd

rostungurinn77
spjallið.is
Póstar: 458
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 156
Staða: Ótengdur

Re: Laptop/spjaldtalva eða annað fyrir dætur á leið í háskóla?

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 08. Ágú 2025 20:23

Hvað þær þurfa og þurfa ekki ræðst svolítið af því. í hvaða nám þær eru að fara.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8393
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1344
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Laptop/spjaldtalva eða annað fyrir dætur á leið í háskóla?

Pósturaf rapport » Fös 08. Ágú 2025 23:06

Var sjálfur í námi 22-23 og á remarkable sem var algjört gull það árið, get því vel trúað að annarskonar glósubretti hjálpi mikið en alltaf must að hafa góðan lappa líka.

Mæli með að kíkja í Fjölsmiðjuna.




Harold And Kumar
Tölvutryllir
Póstar: 617
Skráði sig: Lau 21. Sep 2019 22:53
Reputation: 84
Staða: Ótengdur

Re: Laptop/spjaldtalva eða annað fyrir dætur á leið í háskóla?

Pósturaf Harold And Kumar » Fös 08. Ágú 2025 23:32

Ég er að byrja enn aðra önn í framhaldsskóla, og nota windows fartölvu (Samsung Galaxy book5 pro) & Ipad air M1, játa það að Ipad-inn er mestmegnis einungis notaður fyrir áhorf, en þegar maður þarf að glósa eða gera reikninga í stærðfræði til dæmis þá er það hentugt að geta notað Ipad með Apple pencil.

Tldr; í minni notkun, þá er fartölva miklu hentugri.


Ryzen 7 7800X3d
RTX 3080 10Gb
32gb ddr5 6000MTS
1440p 180hz

Skjámynd

Höfundur
Hrotti
Geek
Póstar: 873
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 159
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Laptop/spjaldtalva eða annað fyrir dætur á leið í háskóla?

Pósturaf Hrotti » Lau 09. Ágú 2025 10:40

Það verða keyptar fartölvur í dag, ég þakka kærlega fyrir hjálpina :happy


Verðlöggur alltaf velkomnar.