Endurnýja fjöltengi?
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 916
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 111
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Endurnýja fjöltengi?
Ég var að rekast á umræðu á netinu um að maður ætti að endurnýja fjöltengin hjá sér á 3-5 ára fresti til að minnka líkur á bruna. Er eitthvað til í því? Ég er líka með nokkra flakkara sem eru með USA tengi og ég nota breytiklær í fjöltengi til að tengja það - einhver meiri hætta á bruna við slíkt fyrirkomulag?
-
- spjallið.is
- Póstar: 425
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 146
- Staða: Ótengdur
Re: Endurnýja fjöltengi?
Ég hef séð fjöltengi þar sem plastið er orðið svo stökk og ónýtt að það molnar í höndunum á mér. Þau voru alls ekki 10+ ára, heldur eitthvað algjört drasl. Það er hættulegt. Ofhlaðin fjöltengi eru slæm.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 371
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 123
- Staða: Ótengdur
Re: Endurnýja fjöltengi?
Besta reglan þarna er að vera ekki að halda eitthvað sérstaklega mikið utanum budduna þegar kemur að þessu.
Alls ekki kaupa eitthvað rándýrt dót þar sem er augljóslega verið að svindla á þér en ekki taka það allra ódýrasta.
Hef verið að kaupa fjöltengin úr Ikea og er mjög sáttur með þau, hef ekki lent í neinu slíku sem hefur failað hjá mér.
Alls ekki kaupa eitthvað rándýrt dót þar sem er augljóslega verið að svindla á þér en ekki taka það allra ódýrasta.
Hef verið að kaupa fjöltengin úr Ikea og er mjög sáttur með þau, hef ekki lent í neinu slíku sem hefur failað hjá mér.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 975
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 133
- Staða: Ótengdur
Re: Endurnýja fjöltengi?
3-5 ára fresti er óþarfi, en ef plastið er orðið stökkt þá þarf að skipta um þau, og ef klóin er orðin lausleg og auðvelt að losa hana úr þá þarf eru fjaðrirnar inní fjöltenginu orðnar lélegar og skapa lélega tengingu sem veldur hitamyndun og getur kviknað í útfrá.
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 916
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 111
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Endurnýja fjöltengi?
Það eru 1 eða 2 fjöltengi hjá mér þar sem ljósin eru ekki stöðug heldur virðast titra. Er það eðlileg hegðun eða borgar sig að skipta þeim út?
Ég er að skoða 6x fjöltengi með rofa:
IKEA = 1490 fyrir 2 stk. https://ikea.is/is/products/heimaskrifs ... t-00412015
Byko = 4125 fyrir 1 stk. https://byko.is/vara/fjoltengi-6x-mrofa-2m-hvitt-205933
Elko = 1895 fyrir 1 stk. https://elko.is/vorur/nedis-fjoltengi-m ... SOC630F2WT
Ég skil ekki alvg hvers vegna Byko fjöltengið kostar svona miklu meira, getur einhver útskýrt það?
Ég er að skoða 6x fjöltengi með rofa:
IKEA = 1490 fyrir 2 stk. https://ikea.is/is/products/heimaskrifs ... t-00412015
Byko = 4125 fyrir 1 stk. https://byko.is/vara/fjoltengi-6x-mrofa-2m-hvitt-205933
Elko = 1895 fyrir 1 stk. https://elko.is/vorur/nedis-fjoltengi-m ... SOC630F2WT
Ég skil ekki alvg hvers vegna Byko fjöltengið kostar svona miklu meira, getur einhver útskýrt það?
Re: Endurnýja fjöltengi?
Byko fjöltengið er með veggfestingum, s.s. hægt að skrúfa í borð eða vegg, eins er Byko týpísk go-to búð ef maður er í einhverjum framkvæmdum, svo þeir leyfa sér að okra á ansi mörgu.
Ikea er náttúrulega þekkt fyrir quality in bulk, svo ég myndi allan tímann taka Ikea fjöltengin nema ég væri með einhverjar sér-pælingar (veggfesting eða eitthvað þess háttar).
Annars er þetta misjafnt með fjöltengi. Ryk getur sest í þau, og eins getur plastið orðið stökkt. Það borgar sig að yfirfara reglulega og skipta bara út ef eitthvað er brotið eða dodgy.
Ég man svosem ekki eftir eldsvoða sem hefur verið beint út af fjöltengi, líklegra er að það slái hreinlega út ef rafmagn er nýlegt, og þegar of mikill straumur er dreginn í gegnum þau (var ekki einhver að hlaða rafbíl í gegnum eitthvað daisychaining skítamix) þá er ekki við fjöltengið að sakast.
Ikea er náttúrulega þekkt fyrir quality in bulk, svo ég myndi allan tímann taka Ikea fjöltengin nema ég væri með einhverjar sér-pælingar (veggfesting eða eitthvað þess háttar).
Annars er þetta misjafnt með fjöltengi. Ryk getur sest í þau, og eins getur plastið orðið stökkt. Það borgar sig að yfirfara reglulega og skipta bara út ef eitthvað er brotið eða dodgy.
Ég man svosem ekki eftir eldsvoða sem hefur verið beint út af fjöltengi, líklegra er að það slái hreinlega út ef rafmagn er nýlegt, og þegar of mikill straumur er dreginn í gegnum þau (var ekki einhver að hlaða rafbíl í gegnum eitthvað daisychaining skítamix) þá er ekki við fjöltengið að sakast.