UPS varaaflgjafar


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

UPS varaaflgjafar

Pósturaf falcon1 » Mið 29. Jún 2022 00:16

Er aðeins að velta því fyrir mér að fá svona varaaflgjafa fyrir 2x tölvur og stúdíó hátalara. Hversu öflugur þarf hann að vera? Þyrfti hann að vera sömu stærð og báðar tölvurnar og hátalarar?

Tölva1 = 750w aflgjafi
Tölva2 = 1000w aflgjafi
Stúdíó hátalarar = 90w hver




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: UPS varaaflgjafar

Pósturaf TheAdder » Mið 29. Jún 2022 11:58

1500W er að öllum líkindum nægilega stór fyrir þig, það er frekar ólíklegt að báðar tölvurnar verði í 100% vinnslu á sama tíma lengur en í nokkrar sekúndur. Ef uppsetningin hjá þér býður upp á það almennt og reglulega, þá er spurning um að færa sig í 2000W. Passaðu þig á því að fara ekki eftir VA merkingum á varaaflgjafanum, 1500VA varaflgjafi gæti mögulega verið 1300W.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1816
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: UPS varaaflgjafar

Pósturaf Nariur » Fim 30. Jún 2022 22:25

Undir max álagi eru tölvurnar þínar að draga minna en 750 og 1000W og ofan á það, eins og TheAdder segir, þá er voða ólíklegt að þær séu undir max álagi á sama tíma. Af hverju viltu hafa hátalara á UPS? Verðuru að hafa fyrirvara svo þú getir klárað að hlusta ef rafmagnið fer af?


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED