Leikjatölva fyrir bróður minn

Skjámynd

Höfundur
stinkenfarten
spjallið.is
Póstar: 471
Skráði sig: Lau 07. Nóv 2020 00:22
Reputation: 36
Staðsetning: Selfoss (Selfoss er ekki til)
Staða: Ótengdur

Leikjatölva fyrir bróður minn

Pósturaf stinkenfarten » Fim 28. Okt 2021 16:11

Sælir vaktarar, mig vantar tölvu fyrir bróður minn, hugsað að gefa honum eina í jólagjöf. Honum langar að spila WoW, Minecraft og nýjasta Far Cry í 1080p upplausn og medium-high settings. Hvað haldiði að gæti keyrt þessa leiki með a.m.k. 60fps+ með 40-50þ budget?

Kv. Robin


með bíla og tölvur á huganum 24/7

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2291
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 388
Staða: Ótengdur

Re: Leikjatölva fyrir bróður minn

Pósturaf Moldvarpan » Fim 28. Okt 2021 17:16

Fyrir leikjatölvu, þá er þetta budget mjög lágt.

Ný leikjatölva er ca 300k

En ég held að þú værir best settur að skoða notað, og sem dæmi, þá er þessi tölva hjá gunni91, nánast það besta sem þú fengir fyrir ca þessa upphæð.

https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=89230




Hausinn
Tölvutryllir
Póstar: 626
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 131
Staða: Ótengdur

Re: Leikjatölva fyrir bróður minn

Pósturaf Hausinn » Fim 28. Okt 2021 17:24

Notuð tölva á 40-50þús sem getur keyrt Minecraft og WoW á 60fps ætti ekki að vera mikið mál að finna, en þú ert aldrei að fara að finna tölvu sem getur keyrt Far Cry 6 á mid-high 60fps fyrir það lítið.