Er kominn tími á að endurnýja ?

Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1121
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Er kominn tími á að endurnýja ?

Pósturaf Krissinn » Þri 02. Mar 2021 10:51

Ætli sé kominn tími á að endurnýja tölvuna ? :roll: Eða er hægt að uppfæra einhvern búnað ? Er þetta kannski allt úrelt ? Hef lítið vit á þessu :p Þessi tölva/turn er keyptur 2012.
Viðhengi
1.JPG
1
1.JPG (58.19 KiB) Skoðað 610 sinnum
2.JPG
2
2.JPG (45.2 KiB) Skoðað 610 sinnum
3.JPG
3
3.JPG (45.69 KiB) Skoðað 610 sinnum
4.JPG
4
4.JPG (41 KiB) Skoðað 610 sinnum
5.JPG
5
5.JPG (40.86 KiB) Skoðað 610 sinnum
Síðast breytt af Krissinn á Þri 02. Mar 2021 10:52, breytt samtals 1 sinni.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Er kominn tími á að endurnýja ?

Pósturaf Klemmi » Þri 02. Mar 2021 11:07

Fer bara alveg eftir því hvað þú vilt nota tölvuna í.

Ef hún virkar fyrir allt sem þú ert að gera, þá er engin ástæða til að uppfæra. Það eru tvær tölvur hér á heimilinu að keyra á sambærilegum búnaði, serverinn og tölva konunnar.

En ef þig langar að uppfæra, fyrir betri leikjaspilun eða eitthvað álíka, þá ertu í raun að horfa á uppfærslu á allavega móðurborði, örgjörva, vinnsluminni og líklega skjákorti. Og þegar þangað er komið, þá myndi maður líklega mæla með því að fara í NVMe SSD disk, þannig eftir stendur aðallega kassi og aflgjafi... sem er svo spurning hvort þörf eða löngun sé til að uppfæra.