Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf DaRKSTaR » Mið 02. Des 2020 19:30

Mossi__ skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:biddu þá bara um að slá meira af honum, annann 10 þús kall og þú sért sáttur, segir þeim að þú hefðir keypt hann hjá att hefirðu vitað að þetta væri sýningareintak sem þú værir að fara fá frá tölvulistanum.


... þ.e.a.s. ef hann er sáttur við að kaup sýningareintak.

(Ég væri það ekki)


alltaf gott að fá góðann díl, en eins og margt er í dag þá er ekkert skothelt að allt sé til, lager stöður eru oft vitlausar, gerist oftar en fólk gerir sér grein fyrir.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 711
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 38
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf gRIMwORLD » Fim 03. Des 2020 14:22

Eitt sem hefur ekki komið hérna fram, er að OP getur alltaf óskað eftir því að skila sýningareintakinu og fá "nýjan" skjá af lager núna.
Köllum þetta "röng afhending" WIN-WIN fyrir alla.


IBM PS/2 8086


gunni91
Vaktari
Póstar: 2674
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 194
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit við vinnubrögð hjá Tölvulistanum

Pósturaf gunni91 » Fim 03. Des 2020 14:47

Er sammála því flestu sem er hér fyrir ofan, mistök gerast en það er ekki þitt að blæða fyrir það.

Ég hef fulla trú að TL séu tilbúnir að slá örlítið meira af skjánum svo allir ganga sáttir frá borði.
Þú gætir einnig lagt til að þeir panti fyrir þig nýjan skjá en þá sjá þeir fljótlega að besta lausnin er að slá meira af sýningareintakinu.

Ef ekkert gengur sakar ekki að heyra í Att hvort þeir séu tilbúnir að bjarga þér og selja þér skjáinn á CyberMonday verðinu.
þeir hafa reynst mér mjög liðlegir í gegnum tíðina.

Gangi þér vel í þessu :)
Síðast breytt af gunni91 á Fim 03. Des 2020 14:48, breytt samtals 1 sinni.