Einhver með reynslu af Compute sticks?

Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Einhver með reynslu af Compute sticks?

Pósturaf jonsig » Lau 15. Okt 2016 23:35

Sælir ,var að fjárfesta í svona til að nota í vinnunni. Þarf að notast við tölvu 24/7/365 sem gerir ekkert annað en að generate´a rs-485 merki allan tíman eða taka við serial merkjum og birta á nav-com búnaði.(semsagt lítil vinnsla) Performance er ekki vandamál í þessu tilviki heldur áreiðanleiki.
Er þetta að keyra trouble free í kannski 3 ár? Nú hef ég ekki hugmynd. (shit hits the fan ef þetta bilar eða verður buggy)

Mynd




slapi
Gúrú
Póstar: 588
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 72
Staða: Ótengdur

Re: Einhver með reynslu af Compute sticks?

Pósturaf slapi » Sun 16. Okt 2016 07:59

Ég átti fyrstu kynslóð af Intel Compute stick, fyrir það fyrsta er þráðlausa netið SKELFILEGT í þessu. Ég hélt að mitt væri bilað þanga til maður fór aðeins online og skoðaði umsagnir fólks um tækið , ég var það heppinn að eiga wifi-ac usb sem bjargaði þessu og eftir það var það mjög stabílt og flott. Lenti í því eftir 3 mánuði að það kom upp skrif-error á eMMC drifið sem er úr þannig garði gert að ef það kemur upp einhver skrif-error er ekki hægt að leiðrétta hann því var tækinu skipt út í ábyrgð.
Byrginn sem ég skilaði tækinu til átti ekki OEM intel stick í skiptum þannig ég fékk Asus VIVOstick í staðinn sem var með nýrri örgjörva en engri viftu þannig það var fljótt að thermalthrottle í vinnslu en mjög gott fyrir almenna vinnslu og stabílt fyrir utan ömurlegt þráðlaust net.

2 kynslóð á samkvæmt því sem ég hef lesið að hafa töluvert betra þráðlaust net og að auki er hægt að fá model með Intel Core-m í staðinn fyrir Atom sem ætti að vera töluvert öflugari

fyrir mína reynslu af áreiðanleika í smátölvum hefur Raspberry Pi haft höfuð og herðar yfir compute stick á öllum sviðum.