Hvaða skjákort á ég að fá mér?

Skjámynd

Höfundur
audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1614
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 149
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvaða skjákort á ég að fá mér?

Pósturaf audiophile » Mán 28. Mar 2016 09:36

Góðan dag.

Ég er búinn að vera truntast lengi á gömlu Nvidia 570GTX korti sem hefur staðið eins og hetja en langar að uppfæra fljótlega í eitthvað sem keyrir þá fáu leiki sem ég spila aðeins betur.

Ég er semsagt að leita af enhverju sem keyrir BF4, CoD og BF5 þegar hann kemur í 1920x1080 í nánast max gæðum á góðu framerate án þess að splæsa í 100þ kr. skjákort. Það þarf að vera ágætis uppfærsla úr 570 kortinu en ekki of dýrt. Má líka vera notað kort.

Hef verið að skoða 970 kortið en væri til í að komast upp með eitthvað ódýara. Eru kort eitthvað að fara að lækka á næstunni? Eitthvað nýtt á leiðinni?


Have spacesuit. Will travel.


Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjákort á ég að fá mér?

Pósturaf Emarki » Mán 28. Mar 2016 13:08

Það styttist í kynslóðaskipti frá nvidia. Það verður ráðstefna frá þeim í apríl sem mun varpa hulunni.

Ég er sjálfur að bíða eftir þessu, þess vegna myndi ég segja að það væri best að bíða aðeins með kaup.

Googlaðu um nvidia pascal.



Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 851
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 115
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjákort á ég að fá mér?

Pósturaf Alfa » Mán 28. Mar 2016 15:02

Þar sem ég spila mikið BF seríuna þá get ég svarað þessu ágætlega. Persónulega er ég með 980 GTX sem gerir það fínt nema að ég er í 2560x1440 sem eru um 70% fleiri pixlar en 1080P svo mun þyngra. Ég nota 144hz skjá svo ég reyni að nálgast það sem mest með því að læsa leiknum í 144fps til að fá "flatline" og um leið spara afl og hita í kortinu ef það nær 144fps (90% tilvika á mínum stillingum) en ég nota reyndar ekkert AA í leiknum heldur SweetFX layer. En nóg um það.

Sennilega bestu kaupin í dag í 1080P eru MSI 390 8GB á um 60 þús í Att, því miður er allt of langt stökk niður í annaðhvort 380/380X og 960GTX eða um í 40 þús kallinn. Segjandi það þá væru besti sénsinn fyrir þig að kaupa notað 970, 290/290X eða 980 (keypti mitt notað á 62 þús). Verðin muni ekki lækka 1-2-3 á næstu mánuðum sama hvað nvidia gerir. Finally ekki spila leikinn í Ultra, það gerir nánast ekkert nema kötta niður FPS um meira en 25% vs HIgh. Og AA bætir hellings Input laggi í hann líka.

Mynd

kv Kristján


TOW : Be quiet! 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B650 Tomahawk Wifi CPU : AMD 7800X3D
Mem : 32GB 6000Mhz GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 2TB m2 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 MOU : Logitech PRO X Superlight

Skjámynd

Höfundur
audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1614
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 149
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjákort á ég að fá mér?

Pósturaf audiophile » Mán 28. Mar 2016 15:57

Takk fyrir innleggin.

Já ég hef verið að skoða muninn á 380X/960 kortin á móti 390/970 og það er töluvert stökk þarna á milli í performance og verði. Það er eins og það vanti eitthvað þarna á milli. En ég er einmitt að skoða frekar 40þ og undir verðflokkinn því ég get bara ekki réttlætt 60þ+ fyrir skjákort þar sem ég spila svo lítið og nóg af öðrum áhugamálum til að sökkva pening í :)

Samkvæmt þessari grein er þetta 380X kort flott í 1080p leiki http://www.hardocp.com/article/2016/01/ ... 0p_review/


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 851
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 115
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjákort á ég að fá mér?

Pósturaf Alfa » Mán 28. Mar 2016 16:04

Eflaust, ég held ég hafi bara séð eina verslun með 380X það er kísildalur. http://kisildalur.is/?p=2&id=3051


TOW : Be quiet! 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B650 Tomahawk Wifi CPU : AMD 7800X3D
Mem : 32GB 6000Mhz GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 2TB m2 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 MOU : Logitech PRO X Superlight