Nýtt lyklaborð


Höfundur
Orri
Geek
Póstar: 897
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Nýtt lyklaborð

Pósturaf Orri » Þri 02. Feb 2016 16:14

Góðan dag kæru vaktarar,

Þar sem gamla góða Logitech UltraX lyklaborðið mitt er farið að láta illa hugsa ég að sé kominn tími á nýtt.
En þar sem ég hef ekki skoðað né keypt lyklaborð síðan 2009 þá hef ég ekki hugmynd hvað séu bestu kaupin í dag, og því leita ég til ykkar :)

Einu kröfurnar mínar eru íslenskt layout, numpad og það má ekki vera of hávært.

Baklýsing er kostur en ekki must.
Fýla low-profile takka eins og á UltraX, en samt ekki must heldur.
Spila tölvuleiki inn á milli þannig einhverskonar gaming lyklaborð er möguleiki, en skiptir samt ekki höfuðmáli.

Verðhugmynd er eitthvað í kringum 15 þúsund myndi ég halda, án þess að hafa skoðað verðin á lyklaborðum nýlega.
Er samt alveg tilbúinn að fara hærra fyrir hið fullkomna lyklaborð, en þá þyrfti það einmitt að vera frekar fullkomið :)

Fyrirfram þakkir!



Skjámynd

SkinkiJ
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Fim 28. Jan 2016 18:57
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf SkinkiJ » Þri 02. Feb 2016 16:30

Mæli með Razer Deathstalker getur fengið það í Tölvulistanum á 14.990 http://tl.is/product/deathstalker-lyklabord


Turn - Intel Core i7-7700 - Corsair Hydro H115i - 16GB DUAL DDR4 - 232GB Samsung SSD 850 EVO - 2TB TOSHIBA SATA - MSI Gaming GTX 1070 8GB - MSI Z270 TOMAHAWK
Lappi - Macbook Air 2019
SteelSeries Rival 310 | Ducky One Two | HyperX Cloud Flight | 2x BenQ 144hz 24''
1987 Volvo 240GL |1993 Mitsubishi Galant | 2005 Volvo S60 2.5T AWD

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf kiddi » Þri 02. Feb 2016 17:23

Stóra Apple lyklaborðið er "hands down" besta lyklaborð sem ég hef prófað og er ég mikill lyklaborðanasisti og sérstakur áhugamaður um vélritun. Það er lítið mál að endurskipuleggja takkana til að henta Windows betur með ókeypis forriti sem heitir SharpKeys. Ég hef átt þetta Razer Deathstalker borð og fannst það mjög óþægilegt, pirrandi brak í tökkunum, en það er bara ég. Er með Corsair K95 RGB heima sem kostar handlegg en það er langt frá því að vera hljóðlátt, en mjög gott að pikka á það.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16310
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf GuðjónR » Þri 02. Feb 2016 17:26

kiddi skrifaði:Stóra Apple lyklaborðið er "hands down" besta lyklaborð sem ég hef prófað og er ég mikill lyklaborðanasisti og sérstakur áhugamaður um vélritun. Það er lítið mál að endurskipuleggja takkana til að henta Windows betur með ókeypis forriti sem heitir SharpKeys. Ég hef átt þetta Razer Deathstalker borð og fannst það mjög óþægilegt, pirrandi brak í tökkunum, en það er bara ég. Er með Corsair K95 RGB heima sem kostar handlegg en það er langt frá því að vera hljóðlátt, en mjög gott að pikka á það.


Sammála með Apple lyklaborðin, er að pikka þessi orð á stærri týpuna (usb).
Ljósadýrðin í K95 RGB er alveg einstök.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf Xovius » Þri 02. Feb 2016 17:28

Hefurðu ekkert prófað mechanical lyklaborð? Þau eru svosem ekki fyrir alla en ég er persónulega mun hrifnari af þeim en svona low-profile tökkum.




Höfundur
Orri
Geek
Póstar: 897
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf Orri » Þri 02. Feb 2016 22:35

SkinkiJ skrifaði:Mæli með Razer Deathstalker getur fengið það í Tölvulistanum á 14.990 http://tl.is/product/deathstalker-lyklabord

Er þetta til með íslensku layout? Virðist ekki vera skv. myndunum og stendur ekkert um það á síðunni (svo ég sjái).

Annars veit ég ekki með þetta græna þema.. Væri til í að geta breytt um lit.

kiddi skrifaði:Stóra Apple lyklaborðið er "hands down" besta lyklaborð sem ég hef prófað og er ég mikill lyklaborðanasisti og sérstakur áhugamaður um vélritun. Það er lítið mál að endurskipuleggja takkana til að henta Windows betur með ókeypis forriti sem heitir SharpKeys. Ég hef átt þetta Razer Deathstalker borð og fannst það mjög óþægilegt, pirrandi brak í tökkunum, en það er bara ég. Er með Corsair K95 RGB heima sem kostar handlegg en það er langt frá því að vera hljóðlátt, en mjög gott að pikka á það.

Bjóst alls ekki við að sjá einhvern peppa Apple lyklaborðið hérna, en mikið er ég sammála þér!
Nota svoleiðis í vinnunni og það er algjör unaður. Verst hvað það passar alls ekki við neitt sem er á skrifborðinu mínu og er ekki með baklýsingu eins og á Macbook-inni, en enda örugglega á að fá mér svoleiðis ef ég finn ekkert betra.

Varðandi K95, þá veit ég að ég sagðist vera tilbúinn að fara hærra fyrir fullkomið lyklaborð, en 50k er full gróft :lol:

Xovius skrifaði:Hefurðu ekkert prófað mechanical lyklaborð? Þau eru svosem ekki fyrir alla en ég er persónulega mun hrifnari af þeim en svona low-profile tökkum.

Prófaði eitt svoleiðis hjá félaga mínum og það var alveg einstaklega hávært.

Þyrfti eiginlega að skella mér í einhverja tölvubúðina og prófa eins mörg og ég get. Hvaða búð ætli sé með mesta úrvalið af lyklaborðum til sýnis? Tölvutek? Tölvulistinn?




baldurgauti
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2015 03:01
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf baldurgauti » Mið 03. Feb 2016 01:41

Mæli mjög mikið með k95 rgb, án efa bestu kaup sem ég hef gert í langann tíma



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf Xovius » Mið 03. Feb 2016 06:59

Málið með mekanísku lyklaborðin (að minnsta kosti þau sem eru ekki með click switch) er að þau eru mun hljóðlátari ef þú skrifar ekki of fast. Þarft ekki að botna út takkana þegar þú ýtir á þá.
Annars er það lang besta hugmyndin að kíkja í búðir og prófa hvað þér finnst best.




baldurgauti
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2015 03:01
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf baldurgauti » Mið 03. Feb 2016 10:20

Er með rauða cherry mx á mínu k95, heyrist í raun ekkert aukahljóð bara hljóð í takkanum þegar hann rekst í botninn



Skjámynd

SkinkiJ
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Fim 28. Jan 2016 18:57
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf SkinkiJ » Mið 03. Feb 2016 15:51

Nei Deathstalker er ekki með íslensku layout-i ég gleymdi því, getur fengið chrome á 21k held ég en.


Turn - Intel Core i7-7700 - Corsair Hydro H115i - 16GB DUAL DDR4 - 232GB Samsung SSD 850 EVO - 2TB TOSHIBA SATA - MSI Gaming GTX 1070 8GB - MSI Z270 TOMAHAWK
Lappi - Macbook Air 2019
SteelSeries Rival 310 | Ducky One Two | HyperX Cloud Flight | 2x BenQ 144hz 24''
1987 Volvo 240GL |1993 Mitsubishi Galant | 2005 Volvo S60 2.5T AWD


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 191
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf vesley » Mið 03. Feb 2016 18:34

Uppaðu aðeins budgetið og farðu í K70 RGB.

Cherry mx red og þá er það ekki jafn "clicky" og ekki alveg jafn hávært og mx brown.

K70RGB er eins og K95 nema ekki með macros



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 774
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 44
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf Squinchy » Mið 03. Feb 2016 18:59

Er búinn að vera með þetta í ca 4+ mánuði, hands down besta lyklaborð sem ég hef átt
http://www.duckychannel.com.tw/en/ducky-mini/

Sé það núna að numpad virðist vera your thing ;)
http://www.duckychannel.com.tw/page-en/ducky-one/


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 380
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf Sultukrukka » Mið 03. Feb 2016 22:09

https://tolvutek.is/leita/ducky

Cherry rofar og alvöru íslenskt layout. Bara næs stöff.




Höfundur
Orri
Geek
Póstar: 897
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf Orri » Fim 04. Feb 2016 00:22

Sýnist valið vera milli Ducky One og K70 RGB.

Ducky One kostar 24.900 kr og hægt að fá með Cherry MX Brown, Red eða Blue switchum.
Hverju mæla menn með þar?

K70 RGB kostar 10 þúsund krónum meira og eru með Cherry MX Red switchum.
Fyrir utan RGB lýsinguna sé ég ekki mikinn mun á lyklaborðunum til að réttlæta verðmuninn. Getur einhver
Hefur einhver hérna prófað bæði sem getur deilt reynslu sinni?

Annars ætla ég að reyna að kíkja niður í Start á morgun eða hinn og prófa bæði (þeir eru reyndar ekki með Ducky One, heldur Ducky Shine 4, en sýnist eini munurinn á þeim vera einhver Dual LED lýsing en að öðru leiti alveg eins og Ducky One).




baldurgauti
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2015 03:01
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf baldurgauti » Fim 04. Feb 2016 08:50

Orri skrifaði:Sýnist valið vera milli Ducky One og K70 RGB.

Ducky One kostar 24.900 kr og hægt að fá með Cherry MX Brown, Red eða Blue switchum.
Hverju mæla menn með þar?

K70 RGB kostar 10 þúsund krónum meira og eru með Cherry MX Red switchum.
Fyrir utan RGB lýsinguna sé ég ekki mikinn mun á lyklaborðunum til að réttlæta verðmuninn. Getur einhver
Hefur einhver hérna prófað bæði sem getur deilt reynslu sinni?

Annars ætla ég að reyna að kíkja niður í Start á morgun eða hinn og prófa bæði (þeir eru reyndar ekki með Ducky One, heldur Ducky Shine 4, en sýnist eini munurinn á þeim vera einhver Dual LED lýsing en að öðru leiti alveg eins og Ducky One).


K70 kemur með corsair utility engine sem leyfir þér að binda hvern einn og einasta takka fyrir sig, þú gætir til dæmis bindað F1 að opna netið og svo F2 til að skrifa emailið þitt á innan við sekùndu, svo myndi èg mæla með rauðum cherry mx, persónuæega finnst mér tikk hljóðið í bláa alveg óþolandi, heyrist fremur lítið í rauðum miðað við aðra, mjög gott að skrifa á lyklaborðið svo skemmir ekki álgjörðin utanum það, gefir því magnaðann lit, kostar einnig 33þ í Att.is á afslætti, mæli mjög með því




linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf linenoise » Fim 04. Feb 2016 11:43

Ég elska mekanísk lyklaborð og nota þau eingöngu. En það heyrist í þeim, sama hvað hver segir. Meira að segja þó maður botni ekki, þá mun samt alltaf heyrast mun meira í svoleiðis.

Athugaðu líka að mekanískt sem hljómar silent í ambient noisinu í búðinni mun hljóma eins og ritvél afa gamla þegar þú kemur með það heim og konan/foreldrar/Cthulhu er að reyna sofa í hinu herberginu.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf kiddi » Fim 04. Feb 2016 13:57

MX RED eru tvímælalaust skástu mekkanísku takkarnir að mínu viti, og hægt er að dempa hljóðið með svokölluðum O-hringjum en þá getur tilfinning svolítið skemmst. En OP nefndi að hann vildi síður hávært lyklaborð og þá myndi ég útiloka öll mekkanísk lyklaborð strax.

Ekki vera fordómafullir og/eða feimnir gagnvart stóra snúrutengda Apple lyklaborðinu, það er að mínu mati það lyklaborð sem er hljóðlátast, en jafnframt með pínu pons "tactile" tilfinningu eins og maður fær frá mekkanískum borðum. Það er mjög auðvelt að endurvíra lyklaborðið með SharpKeys svo það hagi sér 100% eins og PC lyklaborð, meira að segja hægt að nýta volume off/on/hækka/lækka takkana. Ég er búinn að gera nokkrar tilraunir til að finna sambærileg PC lyklaborð og þau eru öll prump í samanburði, af þessum vönduðu low-profile lyklaborðum.




Höfundur
Orri
Geek
Póstar: 897
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf Orri » Fim 04. Feb 2016 14:20

@baldurgauti
Hljómar vel, en held ég þurfi aðeins meira en key binding tól til að sannfæra mig um að eyða 10 þúsund krónum meira og fara í K70 :)
Lyklaborðið sem er á afslætti hjá Att.is er með Cherry MX Brown switchum, hvernig eru þeir í samanburði við rauðu?

@linenoise, @kiddi:
Þetta er áhyggjuefnið, rosalega vont að eyða 20-30k í lyklaborð sem heldur svo vöku fyrir öllu húsinu..

Ætla nú samt að prófa K70 og Ducky One/Shine, en hugsa að ég endi frekar í Apple lyklaborðinu eða einhverju svipuðu.

Sá á Amazon eitthvað Microsoft Designer bundle með lyklaborði sem svipar mikið til Apple lyklaborðsins, lítur mjög vel út þótt örvatakkarnir og þeir fyrir ofan séu svoldið cramped.
Eftir stutta Google leit sýnist mér Tecshop.is vera þeir einu sem selja þetta lyklaborð á landinu, verst að það er ekki hægt að fara og prófa það hjá þeim..
Ekki vill svo til að einhver hérna sé með reynslu af þessu lyklaborði?



Skjámynd

jobbzi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 336
Skráði sig: Þri 13. Okt 2009 14:21
Reputation: 5
Staðsetning: Iceland,Reykjavik
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf jobbzi » Fim 04. Feb 2016 18:44

Mæli eindregið með Corsair Gaming STRAFE RGB Mechanical Gaming Keyboard

http://www.newegg.com/Product/Product.a ... lsrc=aw.ds

var að kaupa mér svona lyklaborð að utan og var að fá það núna! I'm in love!


Intel Core i9 12900K|Asus ROG Strix B760-F Gaming WiFi 1700 ATX| Palit RTX4080 16GB GameRock OC|Corsair 32GB DDR5 EXPO 2x16GB 5600MHz RGB|Corsair H100i

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6317
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 445
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf worghal » Fim 04. Feb 2016 20:15

Ekki hlusta á "þessi litur af cherry mx tökkum er bestur" það er bara rugl. Farðu og prufaðu nokkur lyklaborð og fyndu það sem þér þykir best.
En það er samt rétt að red er hljóðlegastur þanniglega séð en það er bara af þvi að það þarf meiri þrýsting til að ýta niður. Persónulega dáist ég mikið af browns og ég næ að vera hljóðlegri á þeim heldur en konan mín sem er með reds en ég held það sé út af þeim þrýsting sem þarf þá slær hún fastar á takkana.
En ekki taka mig á orðinu, ekkert er betra en það sem þér þykir best :)


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf beatmaster » Fim 04. Feb 2016 21:51

Apple USB lyklaborðið er snilld, ekki afskrifa það


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Vector-28
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 26. Nóv 2014 18:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf Vector-28 » Fim 04. Feb 2016 22:51

Sæll, hefur þú einhvern áhuga á þessu ? viewtopic.php?f=11&t=67744&p=612344#p612344



Skjámynd

Galaxy
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Þri 30. Jún 2015 19:39
Reputation: 7
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf Galaxy » Fim 04. Feb 2016 22:58

Corsair K70 RGB, færð ekki betra build quality



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1246
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 64
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf demaNtur » Fim 04. Feb 2016 23:46

K70 rgb hiklaust! :)



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt lyklaborð

Pósturaf Oak » Fös 05. Feb 2016 17:44

Er Apple USB með íslenskum stöfum?


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64