Vandræði með Corsair K90 lyklaborð.


Höfundur
PCMAC
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Mið 06. Feb 2013 20:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vandræði með Corsair K90 lyklaborð.

Pósturaf PCMAC » Mán 21. Okt 2013 15:44

Sælir strákar.

Ég er í vandræðum með lyklaborðið mitt. Málið er að það tók upp á að frjósa í gær og alveg sama hvað ég slæ á það þá birtist ekki neitt.

LED baklýsingin logar í 100% en takkinn fyrir lýsinguna á borðinu sjálfur breytir engu. Ég get þó stillt lýsinguna í hugbúnaðinum sem fylgir borðinu.

Það sem ég hef prófað:

Skipt um usb tengi.
Skipt á milli usb2 og usb3.
Tengt borðið við aðra tölvu.
Update-að firmware-ið með hugbúnaði sem hægt er að sækja fyrir borðið.
Update-að software-ið með hugbúnaði fyrir borðið.

Þetta hefur gerst áður og þá leysti það málið að upgrade-a firmware-ið. En án árangurs í þetta skiptið.

Borðið s.s hleypir rafmagni inn á sig og það má stilla baklýsinguna gegnum tölvuna, ekki á takkanum á lyklaborðinu sjálfu. Annað virkar ekki.

Einhver ráð?

Mynd


CPU: Intel Core i7 6700k - Mobo: Asus Z170 Gaming Pro - GPU: 2x MSI 980ti 6gb SLI - RAM: 16gb Corsair Vengence 2400 - HDD: Corsair Force 3 SSD 120GB - HDD2: WD 3TB - HDD3: Samsung Evo 500gb SSDCPU Cooler: Corsair H115i - CASE: Corsair Graphite 78oT - Panels: 2x Dell U2312HM IPS