Ég er með þessa Dreamware vél sem er í signature. Mig langar svolítið að prófa SSD í hana, og vil taka það fram að ég hef aldrei átt SSD, né svo mikið sem fiktað í vél sem hefur slíkan disk, svo ég hef ekkert vit á þessu né viðmið.
Ég ætla að taka einn af þessum hér að neðan, en þar sem þeir kosta það sama, þá langar mig til að vita hver þeirra er sá besti/skemmtilegasti/blabla fyrir þessa upphæð.
Ég vil ekki fá svör eins og "Gaur, fáðu þér þennan, aðeins 80k" etc etc þar sem þannig svör gagnast mér ekki. Þar sem ég er retard þegar kemur að SSD, sökum þekkingarleysis, þá myndi ég taka þennan sem er hraðastur, en er það það eina sem skiptir máli í SSD?
Hver af þessum er málið fyrir mig, og hvað er það við þann disk sem þið veljið sem fær ykkur til að velja hann frekar en hina?
Væri til í smá fræðslu um þetta ásamt ráðleggingum varðandi hvern skal velja!
Kærar þakkir
http://tolvutek.is/vara/120gb-sata3-ocz ... 3-max-iops
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3725
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 5634f72a00
http://www.computer.is/vorur/7842/