WD Elements flakkari með leeeiðindar vanda! :(


Höfundur
pulsar
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fös 18. Jan 2008 15:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

WD Elements flakkari með leeeiðindar vanda! :(

Pósturaf pulsar » Þri 13. Ágú 2013 19:48

Kvöldið kæru vaktarar, það kom upp smá vandamál með flakkarann hjá mér, þegar ég boota tölvunni þá er hún frekar hæg, að keyra sig inn í stýrikerfið þ.e.a.s, og svo þegar ég reyni að opna flakkarann þá tekur það einhvern tíma, en kemur svo með meldingu "This disc needs to be formatted" og býður mér svo að gera það,

Ég prófaði aðra tölvu með win7 og það kom nákvæmlega sami vandi, en svo prófaði ég að tengja hann við MAC, þá virkaði hann eins og ekkert væri að og kom strax inn, en ég gat ekkert gert, hvorki copy, cut, delete eða neitt en ég get flett í gegnum hann og ég sé allt inn á honum, svo þegar ég reyndi að copy-a gögn af honum þá gerðist ekkert plús að macinn kom með error meldingu, og diskurinn datt svo út og inn á nokkrum sec.

Þetta er 2tb flakkari og það voru um 170gb laus inn á honum minnir mig, og samkvæmt HD Tune Pro er ég búinn að vera með 3 galla, alveg í einhverja mánuði, sem eru Reallocated Sector Count, Spin Retry Count og Current Pending Sector, ég man ekki tölurnar á þessu en þetta er búið að vera svona í smá tíma en ég var ekkert að hafa áhyggjur af þessu strax því flakkarinn er ekki einu sinni orðinn 2 ára gamall, ég hefði samt átt að hlusta á mína innri skynsemi um daginn en jæja,

Það væri magnað að ná að bjarga allavega einu terabæti af flakkaranum, öll hjálp yrði vel þegin! Mar er orðinn soldið worried :/


Watch out, she's coming.


Höfundur
pulsar
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fös 18. Jan 2008 15:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: WD Elements flakkari með leeeiðindar vanda! :(

Pósturaf pulsar » Mið 14. Ágú 2013 14:54

Allavega, það lítur út fyrir að read/write unit-ið sé farið, þannig að það er spurning hvort hægt sé að bjarga einhverju af gögnunum, en endilega komiði með svör hausar, ég hef ekki enn þorað að fara með diskinn upp í tölvulista heheh :)


Watch out, she's coming.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: WD Elements flakkari með leeeiðindar vanda! :(

Pósturaf AntiTrust » Mið 14. Ágú 2013 15:06

Prufaðu þig áfram með e-r data recovery forrit, EASIS Data recovery, Data Recovery frá EaseUS, GetDataBack og Ontrack EasyRecovery eru allt tól sem ég hef notað með góðum árangri. En þú getur alveg gert ráð fyrir að þetta muni taka ágætis tíma.




Höfundur
pulsar
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fös 18. Jan 2008 15:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: WD Elements flakkari með leeeiðindar vanda! :(

Pósturaf pulsar » Mið 14. Ágú 2013 15:39

Já, er í augnablikinu akkurat að reyna að finna út bilunina :) hef ekki enn þorað að prófa svona forrit.

btw, eru skemmdirnar sjáanlegar ef hann greinist með bad sectors? þ.e.a.s. ef diskurinn er tekinn í sundur?


Watch out, she's coming.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: WD Elements flakkari með leeeiðindar vanda! :(

Pósturaf AntiTrust » Mið 14. Ágú 2013 15:48

Neibb, 2TB diskur er með 3.906.250.000 sectora. Og þú getur þokkalega gleymt því að recovera gögn ef þú tekur diskinn í sundur.



Skjámynd

Talmir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fös 27. Sep 2002 01:04
Reputation: 1
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: WD Elements flakkari með leeeiðindar vanda! :(

Pósturaf Talmir » Mið 14. Ágú 2013 17:24

Það að nota forrit til að reyna að lesa diskinn getur alveg verið sniðugt. En ef plattarnir eru farnir að klikka og þetta eru bara þættir/tölvuleikir og þannig á honum þá myndi ég mögulega ekkert vera að standa í því, því þú ert aldrei garantíd á að fá neitt af þessu heilt, því það gæti vantað heilu megabætin inn í hverja skrá eftir retrieval. Svoleiðis aðgerðir eru aðalega gerðar hjá fólki með viðkvæm skrifstofuskjöl, fjölskyldumyndir og þannig verðmæt gögn. Fyrir aðra þá er oftast betra og minni hausverkur hreinlega að gleyma gögnunum og safna þeim aftur að sér.

Skref númer eitt núna þegar þú hefur prufað að tengja flakkarann í hinar og þessar tölvur væri mögulega að taka hýsinguna í sundur og plögga diskinn beint við tölvuna (semsagt, beint á móðurborðið með SATA, ekki yfir usb). Þannig geturðu útrýmt að þetta sé kapallinn eða eitthvað af rafmagnsbúnaðinum í sjálfri hýsinguni. (Það að hann dettur inn og út hljómar smávegis eins og laus tenging einhverstaðar á leiðini). Varúð, ef þú gerir þetta þá dettur hann úr ábyrgð ef það sést að þú hafir opnað hann.

Næsta skref er hreinlega að skila honum og fá annan, eða ef þú ert desperate þá er oft hægt að hafa samband við framleiðendurna sem mögulega geta bjargað þér.

EKKI opna diskinn sjálfann (málmkassann inn í flakkaranum). Ég endurtek, EKKI opna hann. Ef þú gerir það þá eru líkurnar 99.999% að hann sé ónýtur. Svona diskum er haldið algjörlega loftþéttum því það er óendanlega mikið magn af ryki og drasli í loftinu í kringum okkur sem sest á plattana eða leshausinn og hindrar hann í að starfa fullkomlega. Eina aðstaðan þar sem má opna diskinn er í algjörlega hreinu umhverfi (http://www.varindia.com/ufiles/1/image/ ... R-LAB2.jpg).

tl:dr
1. Skilaðu honum ef hann er í ábyrgð og þér er sama um gögnin.
2. Ef hann er ekki í ábyrgð taktu hann úr hýsinguni og settu beint í samband gegnum sata kapal. Kanski er slæm tenging einhverstaðar á leiðini að skapa vandamálin.
3. Notaðu hugbúnað eins og AntiTrust nefndi til að ná einhverju af disknum ef þú mátt ekki missa gögnin.
4. EKKI opna harða diskinn sjálfann. (sem lýtur einhvernvegin svona út http://www.westfordcomputer.com/images/hard_drive.jpg)




Höfundur
pulsar
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fös 18. Jan 2008 15:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: WD Elements flakkari með leeeiðindar vanda! :(

Pósturaf pulsar » Mið 14. Ágú 2013 18:17

Þakka fyrir þetta..

Er að spá í að taka hýsinguna í sundur og prufa að tengja hann við móðurborðið, en hvernig er það.. hefur annað eins skeð sem þú veist af? ég hefði nefnilega haldið að þetta væri hannað til þess að hafa hýsinguna nokkuð trausta?

Annars væri gott að geta fengið eitthvað af þessu aftur, þetta er mest megnið bara kvikmyndir, þættir, leikir og slíkt og það er búið að taka mig góðann tíma í að safna þessu, heheh. En takk fyrir svarið enn og aftur, ég prófa þetta áður en ég reyni að recovera.

En ætli þetta séu ekki bad sectorar, forritið sýndi allavega háa tölu af reallocated sector count :/


Watch out, she's coming.


Höfundur
pulsar
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fös 18. Jan 2008 15:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: WD Elements flakkari með leeeiðindar vanda! :(

Pósturaf pulsar » Mið 14. Ágú 2013 20:01

Jæja ég reyndi þetta en það kom upp alveg sama vandamál, þá er ekkert annað en að prufa recovery aðferðina,


Watch out, she's coming.