Val á 24" skjám

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Val á 24" skjám

Pósturaf Swooper » Fös 19. Júl 2013 03:52

Ég er loksins kominn með stærra skrifborð, svo ég hef pláss fyrir tvo skjái á því. Hef hugsað mér að skipta út gamla 22" BenQ skjánum mínum og fá mér tvo 24" skjái í staðinn (tveir góðir 27" sýnast mér vera óþarflega dýrir, því miður). Skilyrðin hjá mér eru að budgetið fari ekki mikið yfir 100.000kr, HDMI tengi og 16:9 upplausn (sem þýðir 1080p, af því að 1440p virðist ekki vera til yfir höfuð í 24" skjáum - ég gúglaði það...). Las mér til um muninn á IPS TFT og TN TFT skjám og ég er í raun ekki alveg viss hvort hentar mér betur - IPS er með skýrari liti og betra viewing angle en TN er með hraðara response time og þar með minna ghosting. Ég er ekkert að spila neina FPS leiki á því leveli að nokkrar ms til eða frá skipti öllu máli, en minna ghosting er svosem kúl. Bónus ef umgjörðin um skjáinn er svört, mött með skarpar brúnir og blátt power-led en engan veginn mission critical. Myndi samt helst vilja skjái sem líta vel út á borðinu hjá mér.

Ég er búinn að sitja og skoða vefverslanir og vörulista hjá íslenskum búðum í næstum tvo tíma, og er búinn að þrengja valið niður í eftirfarandi skjái, og sit eiginlega fastur núna, og ákvað því að leita til ykkar með aðstoð.

  • Samsung LS24B750VS (55 þús.)- Ljótur og dýr, en líklega mjög góður skjár samt.
  • Dell S2440L (50 þús.) - Dýr, en flottur og virkar mjög solid að flestu leyti.
  • AOC E2461FWH (38 þús.) - Skjárinn sjálfur virðist kúl, en ómægod hvað þetta er ljótur standur.
  • Asus VE247H (41 þús.) - 23,6" en ekki 24". Munar ekki því.
  • Asus VS248H-P (46 þús.) - Djöfull treysti ég illa svona mjóum standi.
  • Asus VN247H-P (47 þús.) - 23,6" OG mjór standur. Eh?
  • BenQ GW2450HM (37 þús.) -
  • BenQ EW2430 (45 þús.) - Frekar ljótur, en eitthvað rugl um True Deep Black tækni sem á að gefa betri svartan lit. Jei? Líka, tvö USB port á þessum, sem enginn af hinum er með.
  • BenQ GL2450HT (38 þús.) - Upphækkanlegur, sem er alveg kúl.
  • Acer G246HLBbid (35 þús.) - Virkar allt í lagi, býst ég við?
  • Acer S240HLbid (30 þús.) - Of ódýr, treysti honum ekki.
  • Samsung LS24B300HS (50 þús.) - Virkar svosem solid, en held ég myndi taka einhvern annan frekar fyrir þennan pening.

Hvað segið þið um þetta? Hvern af þessum mynduð þið velja? Eða er kannski eitthvað sem mér yfirsást (ég kíkti á allar vefverslanir sem eru listaðir á forsíðunni + OK, Advania, Samsung setrið, Nýherja og Elko - gleymdi ég einhverri?)?


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

peer2peer
1+1=10
Póstar: 1111
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 84
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf peer2peer » Fös 19. Júl 2013 07:36

Þetta eru flestir mjög góðir skjáir og skil þig fullkomnlega ef þú ert í vandræðum með að velja þér skjá.

En svona til að vera með í þessum þræði, þá ætla ég að setja upp topp þrír lista að mínu mati (af skjáunum sem þú valdir)

1. Dell S2440L (50 þús.) - Dýr, en flottur og virkar mjög solid að flestu leyti. "Alltaf dreymt um að eiga Dell skjá, looka virkilega solid"
2. Asus VS248H-P (46 þús.) - Djöfull treysti ég illa svona mjóum standi. "Asus eru virkilega solid vörumerki, sem ég dáist af, myndi alltaf treysta þeim"
3. AOC E2461FWH (38 þús.) - Skjárinn sjálfur virðist kúl, en ómægod hvað þetta er ljótur standur. "Eitthvað við þessa AOC skjái, veit ekki hvað það er, en ég væri til í að prófa eitt stykki"

En annars er það auðvitað gamla góða ráðið sem virkar best, en það er að fá að prófa þessa skjái og sjá út frá því hvern þér sjálfum líkar best við.


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 38TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | Switch 2 | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2753
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf SolidFeather » Fös 19. Júl 2013 11:08

Persónulega tæki ég Dell U2412M, en hann er ef til vill yfir budget hjá þér.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf mind » Fös 19. Júl 2013 11:24

Held þú þynnir hraðast úr listanum með að kíkja á staðina, þetta er svo sjónrænn hlutur.

Annars eru Dell mjög solid skjáir, smá dýrir á íslandi en samt góðir.

Einn 27" sem passar undir kröfurnar og verðið
http://www.tl.is/product/27-philips-274e5qhs-5msgtgwise-1920x1080-mhl



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8741
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1403
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf rapport » Fös 19. Júl 2013 12:11




Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf Swooper » Fös 19. Júl 2013 14:56

peturthorra skrifaði:En svona til að vera með í þessum þræði, þá ætla ég að setja upp topp þrír lista að mínu mati (af skjáunum sem þú valdir)

Takk fyrir þetta!
SolidFeather skrifaði:Persónulega tæki ég Dell U2412M, en hann er ef til vill yfir budget hjá þér.

Já, og hann er líka 1920x1200.
mind skrifaði:Held þú þynnir hraðast úr listanum með að kíkja á staðina, þetta er svo sjónrænn hlutur.

Þetta eru 6 mismunandi staðir svo ég var að vonast til að geta útilokað nokkra áður en ég færi á stúfana :sleezyjoe
Einn 27" sem passar undir kröfurnar og verðið
http://www.tl.is/product/27-philips-274e5qhs-5msgtgwise-1920x1080-mhl

Tja, jú vissulega eru nokkrir 27" skjáir á undir 50k, en ef maður er að fara í 27" skjá yfir höfuð, myndi maður ekki vilja fara í 1440p? :P Ég hef ekki almennilega tilfinningu fyrir því, en er ekki 1080p frekar slappt á svona stórum skjá?
rapport skrifaði:1920x1200 er smá meira kúl en 1920x1080

Er það samt? Hélt að fæstir leikir styddu 1920x1200. Á vinnutölvu myndi ég hiklaust taka 1200p skjá, en þetta er fyrst og fremst leikjatölva, svo...


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2753
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf SolidFeather » Fös 19. Júl 2013 15:05

Swooper skrifaði:
peturthorra skrifaði:En svona til að vera með í þessum þræði, þá ætla ég að setja upp topp þrír lista að mínu mati (af skjáunum sem þú valdir)

Takk fyrir þetta!
SolidFeather skrifaði:Persónulega tæki ég Dell U2412M, en hann er ef til vill yfir budget hjá þér.

Já, og hann er líka 1920x1200.
mind skrifaði:Held þú þynnir hraðast úr listanum með að kíkja á staðina, þetta er svo sjónrænn hlutur.

Þetta eru 6 mismunandi staðir svo ég var að vonast til að geta útilokað nokkra áður en ég færi á stúfana :sleezyjoe
Einn 27" sem passar undir kröfurnar og verðið
http://www.tl.is/product/27-philips-274e5qhs-5msgtgwise-1920x1080-mhl

Tja, jú vissulega eru nokkrir 27" skjáir á undir 50k, en ef maður er að fara í 27" skjá yfir höfuð, myndi maður ekki vilja fara í 1440p? :P Ég hef ekki almennilega tilfinningu fyrir því, en er ekki 1080p frekar slappt á svona stórum skjá?
rapport skrifaði:1920x1200 er smá meira kúl en 1920x1080

Er það samt? Hélt að fæstir leikir styddu 1920x1200. Á vinnutölvu myndi ég hiklaust taka 1200p skjá, en þetta er fyrst og fremst leikjatölva, svo...



Leikir styðja hvaða upplausn sem er, það er allaveganna ekki eitthvað sem þú þarft að hafa áhyggjur af. 1440p er möst fyrir 27", ekki nema að þú fýlir stóra pixla eða notir þá sem tv.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf mind » Fös 19. Júl 2013 15:52

Swooper skrifaði:
mind skrifaði:Held þú þynnir hraðast úr listanum með að kíkja á staðina, þetta er svo sjónrænn hlutur.

Þetta eru 6 mismunandi staðir svo ég var að vonast til að geta útilokað nokkra áður en ég færi á stúfana :sleezyjoe
Einn 27" sem passar undir kröfurnar og verðið
http://www.tl.is/product/27-philips-274e5qhs-5msgtgwise-1920x1080-mhl

Tja, jú vissulega eru nokkrir 27" skjáir á undir 50k, en ef maður er að fara í 27" skjá yfir höfuð, myndi maður ekki vilja fara í 1440p? :P Ég hef ekki almennilega tilfinningu fyrir því, en er ekki 1080p frekar slappt á svona stórum skjá?

Allir staðirnir eru innan við 10 mín keyrslu frá hvor öðrum, þú hlýtur að endast allavega 4 staði :)

1440p á 27" er ekki nauðsyn, en eins og sumir vilja að uppáhaldsliturinn sinn sé uppáhaldslitur allra eru svona hlutir oft sagðir.

Ég er á 27" 2560x1440, 2x 24" 1920x1200 (TN og S-PVA) og er reglulega með 22-27" 1080p
Auka upplausn gefur meira vinnupláss og nýtist mér mest til afkasta, en fyrir tölvuleikina... mest af hlutunum gerist á miðjum skjánum og þú þarft skepnu af skjákorti til að keyra 2560 x 1440, þetta er aðallega lúxus.

24" eða stærri skjáir á borði, líklegt er að þeir verði í smá fjarlægð. Dot pitch á 27" 1080 gæti verið í fína lagi, allavega vert að skoða.



Skjámynd

DCOM
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2012 08:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf DCOM » Fös 19. Júl 2013 18:21

Fyrir Adobe color grading og work: Dell 2713, fyrir leikina mæli ég með BenQ XL27 eða XL2420


Kveðja, DCOM.

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf Swooper » Fös 19. Júl 2013 20:34

Kíkti í Tölvutek og Tölvulistann í dag, ætlaði í Advania líka en komst of seint að því að þeir eru fluttir af Grensásveginum... lélegt úrval á báðum stöðum, í Tölvulistanum voru t.d. allir 27" skjáir (sem ég ætlaði að bera saman upp á 1080p vs. 1440p) nema tveir uppseldir, og það var slökkt á öðrum og afgreiðslumanni tókst ekki að fá hann í gang. :thumbsd

Fer betur á stúfana á morgun eða bara mánudag eftir vinnu...


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf Swooper » Mán 22. Júl 2013 16:32

Jæja, búinn að skoða þetta betur núna. Held ég fari í 27", 1080p er ekkert svo hræðilegt og verðmunurinn er það lítill. Valið stendur þá á milli BenQ GW2760HS og Dell S2740L.

Það sem þeir hafa umfram hvorn annan:

Dell
  • Flottari, meira solid hönnun, betri takkar
  • USB tengi aftaná honum
  • Treysti Dell betur en BenQ, meira gæðamerki samkvæmt minni reynslu
  • Betri litir (84% colour gamut vs. 72%)
  • Eldsnöggur að starta sér
BenQ
  • Mjórri rammi (kostur af því að ég verð með tvo)
  • Mattur, svo minni glampi (ekki viss um að það skipti miklu máli, enginn gluggi sem gæti glampað af og herbergið er sjaldan mjög bjart)
  • Hraðari response tími (4ms vs 7ms - ekki viss um að ég finni muninn)
  • Minna flicker, og þar með þægilegri fyrir augun (þetta er stóri kosturinn við þennan, það er næstum eins og að horfa á litað e-ink að horfa á hann...)

Hvað segið þið? Er ég að gleyma einhverju sem ég ætti að taka með í reikninginn?


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf Swooper » Þri 23. Júl 2013 16:15

Jæja, engin svör hér svo ég er að hugsa um að skella mér bara á Dell skjáina, hallast að þeim frekar sjálfur.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf Viktor » Þri 23. Júl 2013 16:18

Ég keypti mér notaðan 22" Dell IPS skjá fyrir um 2 árum.

Rosalega eru þetta æðislegir skjáir. Er með eldri Syncmaster við hlið hans, maður finnur gæðamuninn bara á því að snerta þá. Enda kostaði Dell skjárinn notaður jafn mikið og Syncmasterinn nýr býst ég við, en klárlega þess virði.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf Swooper » Mið 24. Júl 2013 00:36

Splæsti í Dell skjáina strax eftir vinnu... átti því miður óvart ekki snúru nema fyrir annan þeirra - bara VGA snúrur sem fylgdu með þeim og það er ekkert VGA port á skjákortinu mínu... Derp. Gerði ráð fyrir að það fylgdu HDMI snúrur með, sem var greinilega misskilningur. Bæti úr þessu á morgun.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2655
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 140
Staða: Ótengdur

Re: Val á 24" skjám

Pósturaf svanur08 » Mið 24. Júl 2013 08:09

Er ekki málið að fá sér skjá með DisplayPort tengi, ég myndi fá mér svoleiðis skjá þá DELL líklegast.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR