Ég er búinn að sitja og skoða vefverslanir og vörulista hjá íslenskum búðum í næstum tvo tíma, og er búinn að þrengja valið niður í eftirfarandi skjái, og sit eiginlega fastur núna, og ákvað því að leita til ykkar með aðstoð.
- Samsung LS24B750VS (55 þús.)- Ljótur og dýr, en líklega mjög góður skjár samt.
- Dell S2440L (50 þús.) - Dýr, en flottur og virkar mjög solid að flestu leyti.
- AOC E2461FWH (38 þús.) - Skjárinn sjálfur virðist kúl, en ómægod hvað þetta er ljótur standur.
- Asus VE247H (41 þús.) - 23,6" en ekki 24". Munar ekki því.
- Asus VS248H-P (46 þús.) - Djöfull treysti ég illa svona mjóum standi.
- Asus VN247H-P (47 þús.) - 23,6" OG mjór standur. Eh?
- BenQ GW2450HM (37 þús.) -
- BenQ EW2430 (45 þús.) - Frekar ljótur, en eitthvað rugl um True Deep Black tækni sem á að gefa betri svartan lit. Jei? Líka, tvö USB port á þessum, sem enginn af hinum er með.
- BenQ GL2450HT (38 þús.) - Upphækkanlegur, sem er alveg kúl.
- Acer G246HLBbid (35 þús.) - Virkar allt í lagi, býst ég við?
- Acer S240HLbid (30 þús.) - Of ódýr, treysti honum ekki.
- Samsung LS24B300HS (50 þús.) - Virkar svosem solid, en held ég myndi taka einhvern annan frekar fyrir þennan pening.
Hvað segið þið um þetta? Hvern af þessum mynduð þið velja? Eða er kannski eitthvað sem mér yfirsást (ég kíkti á allar vefverslanir sem eru listaðir á forsíðunni + OK, Advania, Samsung setrið, Nýherja og Elko - gleymdi ég einhverri?)?