Sælir
Langaði að athuga hvort þið hafið einhverja reynslu af þessu en ég heyri af og til auka hljóð í tölvunni (ekki vifturnar) , oftast er það þó þegar ég er í leikjum
en kemur af og til líka þegar ekkert load er á henni.Ef ég er t.d. í leik þá hefur oft verið nóg fyrir mig að alt-tabba í windows til að hljóðið fari, alt-tabba aftur
í leikinn og hljóðið kemur aftur.
Tók vifturnar úr sambandi í stuttan tíma meðan ég tók videoið, hljóðið heyrist ílla ef ég gerði það ekki.
linkurinn á það er hér https://www.youtube.com/watch?v=KK8NMGAHtt8 og þurfið að hækka vel til að heyra þetta og þið heyrið
í lyklaborðinu þegar ég alt-tabba og heyrist þá betur munurinn á þessu (þó að hljóðið hvarf ekki 100% í þetta skipti þegar ég alt-tabbaði)
Heyrist þetta vera skjákortið eða power supplyið, þau eru bara svo nálægt hvor öðru að ég geri ekki greinar mun á því.
Skjákortið: GPU: GIGABYTE GEFORCE GTX 670 OC
psu: Corsair TX 850W MODULAR PSU M ATX12V 2.31 / EPS12V
Einnig, ég setti þessa tölvu saman sjálfur og þurfti að tengja 2 pci-e kapla frá psu í skjákortið, er það normal ? einnig að það er stykki sem ég get hvergi tengt þarna,
tók mynd af þessu og vonandi sjáiði eitthvað úr þessu. linkur á mynd: http://mynda.vaktin.is/?di=CFEZ
Hafiði semsagt einhverja hugmynd hvað þetta óhljóð gæti verið ?
Tölvuóhljóð
-
KermitTheFrog
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuóhljóð
Það eru viftur í PSU og skjákortinu.... just sayin'
Líklegt er að vifturnar á skjákortinu séu að fara á fullt þegar þú ert í leik.
Og já það er alveg eðlilegt að svona öflug kort taki tvö tengi fyrir rafmagn.
Líklegt er að vifturnar á skjákortinu séu að fara á fullt þegar þú ert í leik.
Og já það er alveg eðlilegt að svona öflug kort taki tvö tengi fyrir rafmagn.
-
Skari
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 492
- Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuóhljóð
Takk fyrir svörin en gleymdi að minnast á að ég dlaði forriti sem heitir EVGA og þar gat ég sett GPU fans í botn og það er ekki óhljóðið.
Einnig er þetta ekki coil whine
Einnig er þetta ekki coil whine
-
Snorrlax
- Fiktari
- Póstar: 61
- Skráði sig: Sun 30. Des 2012 22:04
- Reputation: 6
- Staðsetning: ísland
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuóhljóð
þú gætir prufað að taka aflgjafan úr og kveikja á honum án þess að hann sé í kassanum. finnst eins og skjákortið gæti ekki búið til svona hljóð öðruvísi heldur en með viftunni.
i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8
-
Skari
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 492
- Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvuóhljóð
Takk fyrir ábendingarnar en ég er búinn að finna út að þetta er í power supplyinu.
Er að fara senda það til baka og vona að fá nýtt en tók betra video af þessu og undir engum kringumstæðum er þetta normal er það? sama þótt það sé mikið load
https://www.youtube.com/watch?v=Xzkn8fWe7nc
Er að fara senda það til baka og vona að fá nýtt en tók betra video af þessu og undir engum kringumstæðum er þetta normal er það? sama þótt það sé mikið load
https://www.youtube.com/watch?v=Xzkn8fWe7nc
Re: Tölvuóhljóð
Það er helling af video um á youtube með corsair psu og einhver svona læti, man ekki alveg týpurnar sem þetta var í en mikið af þessu voru glænýjir aflgjafar, þannig ég myndi tékka á þessu.