Klikk í fartölvunni minni.

Skjámynd

Höfundur
Fridvin
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Mán 10. Mar 2008 19:43
Reputation: 1
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Klikk í fartölvunni minni.

Pósturaf Fridvin » Mið 19. Jún 2013 22:28

Sælir, málið er þannig að ég keypti fartölvu í tölvutek í fyrra og af og til síðan fyrir jól hefur skjárinn allur ruglast hjá mér og get ég ekki gert neitt nema restarta henni.
Fór með hana í viðgerð og náði í hana í síðustu viku þar sem ég bý á austurlandi og vildi ekki vera tölvu laus.
Ég lýsti þessu eins vel og ég gat fyrir þeim og fundu þeir ekkert að og uppfærðu þeir drivera og fóru yfir hana.
Síðan í morgun kom þetta aftur og náði ég mynd í símanum.

Þetta virðist ské við ýmsa hluti í morgun var ég að henda þáttum inná síman, þetta skeður þegar ég er að browsa á netinu/horfa á. Og oftast þegar ég er í leikjum.
Væri frábært að fá að vita meira um þetta ef ég þarf að senda hana aftur.

Upplýsingar um vélina:

Acer Aspire V3-771g
• Intel Core i5-3210M 3.1GHz Turbo, Dual Core örgjörvi, 3MB, 4xHT
• 8GB DDR3 1333MHz vinnsluminni
• 500GB SATA2 5400RPM harðdiskur
• 17.3'' HD+ LED CineCrystal skjár með 1600x900 upplausn
• 2GB GeForce GT 650M PhysX skjákort með 384 CUDA örgjörvum
• Windows 7 Home Premium 64-bit

Endilega ef það vantar fleiri upplýsingar að spurja og ég reyni að svara sem fyrst.

Allar uppástungur vel þegnar, og afsaka stafsetningar villur.


Gigabyte Z790 GAMING X AX - Intel Core i7-14700K - Samsung 990 Pro 2TB - Trident Z5 2x32 6000mhz - Palit RTX4070Ti Super - Phanteks AMP 1000W - Arctic Freezer 34 eSports DUO - Fractal Design North


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Klikk í fartölvunni minni.

Pósturaf AntiTrust » Mið 19. Jún 2013 22:34

Lítur út fyrir að vera klassísk bilun í skjákorti/móðurborði. Hef amk aldrei séð panel eða skjákapal valda svona bilun.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Klikk í fartölvunni minni.

Pósturaf DJOli » Mið 19. Jún 2013 22:46

Skilaðu henni og fáðu aðra. Þú hefur fullann rétt á því án þess að borga krónu.

Tveggja ára lögbundin raftækjaábyrgð. Bam!.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Klikk í fartölvunni minni.

Pósturaf Hargo » Mið 19. Jún 2013 22:57

Þú getur prófað að keyra vélina í allavega sólarhring í memtesti. Getur downloadað Ultimate Boot CD og keyrt testið þaðan.

http://www.ultimatebootcd.com/

Annars er AntiTrust með líklegustu ágiskunina, lítur út eins og móðurborðs/GPU bilun. Ég held að þú eigir eflaust ekki rétt á að fá bara glænýja tölvu í staðinn, grunar að söluaðili hafi rétt á að gera við vélina á ábyrgðartíma. Næst þegar þú sendir vélina til þeirra láttu þá myndina sem þú náðir á símann fylgja með, það hjálpar þeim að bilanagreina og hafa eitthvað í höndunum til að claima varahluti í ábyrgð þó vandamálið komi ekki fram hjá þeim í prófunum.



Skjámynd

Höfundur
Fridvin
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Mán 10. Mar 2008 19:43
Reputation: 1
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Klikk í fartölvunni minni.

Pósturaf Fridvin » Mið 19. Jún 2013 23:59

Keypti kaskó með henni og er sú trygging ennþá í gyldi. Og ég skal prófa mem testið.
Þakka fyrit öll svör.


Gigabyte Z790 GAMING X AX - Intel Core i7-14700K - Samsung 990 Pro 2TB - Trident Z5 2x32 6000mhz - Palit RTX4070Ti Super - Phanteks AMP 1000W - Arctic Freezer 34 eSports DUO - Fractal Design North

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Klikk í fartölvunni minni.

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 20. Jún 2013 06:39

Ef þú kæmir henni aftur í viðgerð með þessari mynd ætti það að flýta fyrir bilanagreiningarferlinu.

En málið er að það þarf alltaf að ná að framkalla bilunina í hlutnum til að fá honum skipt /viðgert.

Sent from my GT-I9505 using Tapatalk 4 Beta



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1246
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 64
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Klikk í fartölvunni minni.

Pósturaf demaNtur » Fim 20. Jún 2013 06:55

AntiTrust skrifaði:Lítur út fyrir að vera klassísk bilun í skjákorti/móðurborði. Hef amk aldrei séð panel eða skjákapal valda svona bilun.


Sammála, alveg pottþétt skjákort, ef ekki það þá er þetta móðurborð.

DJOli skrifaði:Skilaðu henni og fáðu aðra. Þú hefur fullann rétt á því án þess að borga krónu.

Tveggja ára lögbundin raftækjaábyrgð. Bam!.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Klikk í fartölvunni minni.

Pósturaf lukkuláki » Fim 20. Jún 2013 07:18

DJOli skrifaði:Skilaðu henni og fáðu aðra. Þú hefur fullann rétt á því án þess að borga krónu.
Tveggja ára lögbundin raftækjaábyrgð. Bam!.


Þetta er alls ekki rétt hjá þér.
Raftækjaábyrgð gefur þér ekki rétt á nýju tæki nema það sé búið að reyna að laga SAMA vandamálið án árangurs 3x ef ég man rétt.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.