Sæl,
ég stend/stóð í uppfærslum á borðtölvunni þessa dagana - uppfærslu á nokkurn veginn öllu nema skjákortinu (einhvern tímann á þeim tíma sem liðið hefur frá síðustu uppfærslu varð ég alveg óvart svo gamall og leiðinlegur að ég hætti nær alveg að spila tölvuleiki).
Þá stend ég frammi fyrir frekar aumingjalegu vali - ætti ég að halda í gamla skjákortið mitt eða er nýja skjástýringin e.t.v. bara sprækari?
Skjástýringin er sem sagt hvað svosem er á Asus P8Z77-V LX móðurborði, gamla skjákortið er Nvidia 8800GT. Ég geri ráð fyrir að MB-skjástýringar séu enn bölvað sorp miðað við alvöru skjákort, en þetta kort verður fimm ára gamalt á árinu. Hvort heldur sem er, þá eru einu kröfurnar sem ég er að fara að leggja á þetta tveir skjáir (einn DVI, einn VGA) og einstaka EVE spilun.
Er einhver leið að bera þetta saman?
Gamalt skjákort vs. ný skjástýring
Re: Gamalt skjákort vs. ný skjástýring
Engin af innbyggðu skjástýringunum á neitt í 8800GT, þó svo það sé 5 ára gamalt kort stendur það vel fyrir sínu, en í þínu tilfelli muntu bara sjá muninn í EVE.
Bæði skjástýringin og skjákortið ráða vel við 2 skjái og innbyggða skjástýringin ræður við afspilun á öllu HD efni.
Það eru í raun bara 2 ástæður til þess að sleppa því að nota 8800GT kortið, losna við viftuhávaðan frá því og minni orkunotkun sem skilar sér í minni hita inn í kassanum, auk lægri rafmagnsreikning, en munurinn þar er hverfandi
Bæði skjástýringin og skjákortið ráða vel við 2 skjái og innbyggða skjástýringin ræður við afspilun á öllu HD efni.
Það eru í raun bara 2 ástæður til þess að sleppa því að nota 8800GT kortið, losna við viftuhávaðan frá því og minni orkunotkun sem skilar sér í minni hita inn í kassanum, auk lægri rafmagnsreikning, en munurinn þar er hverfandi
Starfsmaður Tölvutækni.is
-
oskar9
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 943
- Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Gamalt skjákort vs. ný skjástýring
Ég myndi allavegna ekki treysta skjástýringunni fyrir EVE nema þá í mjög lágum gæðum, 8800 kortið ætti að tækla það mun betur
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Re: Gamalt skjákort vs. ný skjástýring
Cool beans. Býst við að gamla fái að fljóta með enn um sinn!
Takk takk.
Takk takk.