Ég er s.s. í smá endurnýjunar pælingum á server málunum hérna heima. Er búinn að vera að keyra Windows Home Server (v1) og hef verið frekar sáttur með hann.
En núna hafa MS cancelað WHS og ég er því að leita að einhverskonar lausn til að koma í staðin, ég hef ekki áhuga á að keyra RAID lausn undir gögnin.
Það sem er ég basicly að sækjast eftir er einhver skonar storage pool eins og WHS bauð uppá, þetta er ofur þægilegt þar sem maður getur svo ákveðið á folder leveli hvað er "safe" og hvað ekki, WHS sá einfaldlega um að það sem átti að vera safe væri til á tveim physical diskum.
Annað sem ég er líka að sækjast eftir er að keyra sem mest virtual, bæði til að nýta járnið undir fleiri vélar, snilld til að prófa ný stýrikerfi, og til að auðvelda svona framtíðar útskiptingar.
Hugmyndin er s.s. að nota VMWare vSphere Hypervisor, skella undir hann 2 diskum í RAID1, einnig verða allar virtual vélar þarna ásamt sýnum system diskum.
Og í staðin fyrir WHS ætla ég að nota Windows Server 2012 Essentials, býður uppá fullt af gúrme sem WHS var með og meira, nema þetta folder level duplication, amk svo ég best viti.
Þá er pæling að vera með staka diska sem hver og einn verður sér datastore á VM levelinu, þá gæti ég t.d. búið til tvö Storage Pool í Essential servernum, annað sem er "safe" og hitt sem er "unsafe". Þetta sem væri "safe" hefur það skilyrði að engir virtual diskar sem það á meiga vera í sama datastore, s.s. sama physical disk. En hitt sem er "unsafe" má hafa virtual diska í hvaða datastore sem er, skiptir ekki neinu máli.
Hvernig lýst ykkur á þessar pælingar?
Eitt sem er að standa í vegi fyrir þessu er að ég finni nógu ódýra RAID stýringu sem VMware styður, ef einhver hérna hefur reynslu af ESXI 5.0/5.1 og veit um einhver ódýr RAID spjöld sem ganga með VMware til sölu hérlendis má hinn sami endilega segja frá
kv.
Óskar
