Fór í tölvulistann í gær og keypti eitt stykki MSI 760GM-E51 (fx) því mig vantaði mATX borð í HTPC build. Skelli því í kassann og tengi allt og ræsi síðan tölvuna.
Fæ error beep frá móðurborðinu, 4 stutt beep og svo 2 long.
Eftir smá google þá komst ég að því að þetta borð kemur með gölluðum BIOS og þarf BIOS uppfærslu. Ég gerði bootable usb kubb og henti nýjustu BIOS útfærslunni inná og tengdi í usb tengið sem er næst VGA tenginu (það er víst eina usb tengið sem virkar sem bootable). Loksins fæ ég eitthvað uppá skjáinn, BIOS-inn oppnast á M-Flash síðuna og ég flasha.
Eftir flashið virkar allt og ég er drullu sáttur með sjálfan mig
Finnst að allir söluaðilar á íslandi sem selja þetta borð, tölvulistinn, tölvuvirkni og att, ættu að fara í gegnum lagerinn sinn og uppfæra BIOS-inn á þessu borði. Þó svo að borðin með gallaða bios-num virkar kannski til að byrja með þá á víst lítil ómerkileg breyting í BIOS að geta ollið þessum sama galla.
Hvernig er það annars? Þegar upp kemst um svona galla, er það ekki vaninn að tölvuverslunin gera eitthvað í því? Að uppfæra BIOS er ekki erfitt, mesta vesenið er að gera usb bootable lykil. 48% kaupenda á newegg gefa eitt egg í feedback
