Skjárinn Slekkur á sér þegar vélin er að starta sér upp


Höfundur
cartman
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Sun 11. Des 2011 14:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Skjárinn Slekkur á sér þegar vélin er að starta sér upp

Pósturaf cartman » Mið 15. Ágú 2012 00:21

Sælir félagar

Ég er ekki alveg viss hvort þetta eigi heima í skjákorts eða móðurborðs spjallinu þar sem þetta er onboard graphics controller. þannig að það má færa þetta ef það er á röngum stað.

málið tengist intel hd skjástýringu(i3 2120) á gigabyte ga-ha65m-d2h-b3 (rev 1.0) móðurborði.

Ég var að lenda í ansi furðulegu dæmi með media center vélina mína í dag. Allt í einu tekur skjárinn bara upp á því að slökkva á sér í startup fasanum á vélinni. Þetta gerist um það leyti þegar vélin er að detta í GUI hlutann.

Þetta hefur ekki verið vandamál í þessa 6 mánuði sem vélin hefur verið í notkun.

Málið er að ef ég starta henni upp í safe mode, þá kemst ég í desktopið.
Ef ég un-installa intel hd 2000 drivernum og restarta vélinni þá kemst ég í desktopið.
(Í báðum þessum tilfellum er vélin að nota standard VGA driver og upplausnin er limituð í 1024 )

Ef ég boota up ubuntu xbmc live cd þá virkar allt fínt og ég fæ meira að segja rétta upplausn.

Ég er búinn að prófa að sækja nýjustu driverana frá intel og það virkaði ekki.

Ég er líka búinn að sækja driverana sem eru á Gigabyte síðunni og það virkaði ekki heldur.

Ég setti upp clean install af windows og um leið og ég installaði driverunum og rebootaði þá slökkti skjárinn á sér.


Vélin var í fínu lagi í gær en í dag virkar hún ekki( ekki einu sinni með clean installi og sömu driverum og ég var að nota áður )
Samt virðist þetta ekki vera DVI portið heldur, því ég fæ mynd ef ég er ekki að nota intel hd driverana( og þetta virkaði fínt í linux )

Hafið þið einhverja hugmynd? ( Ég er búinn að senda query á gigabyte og á eftir að fá svar, en var að vonast til að einhverjir hérna hefðu hugmynd um þetta )



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6605
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 549
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Skjárinn Slekkur á sér þegar vélin er að starta sér upp

Pósturaf worghal » Mið 15. Ágú 2012 00:45

mljómar eins og skjárinn sé orðinn skjár númer 2.
ég hef lennt í þessu sama dæmi, en þá af einhverjum ástæðum var skjárinn minn orðinn að display 2.
þú ert ekki með neitt annað skjátengi eða skjákort?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
cartman
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Sun 11. Des 2011 14:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Skjárinn Slekkur á sér þegar vélin er að starta sér upp

Pósturaf cartman » Mið 15. Ágú 2012 12:21

Nei ég er bara með onboard skjástýringuna.


En hinsvegar er ég með Hdmi og vga port líka en var ekki með snúrur til að prófa það í gær, ætla að sjá hvort að það breyti einhverju.