Hvernig setur maður saman tölvu


Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Hvernig setur maður saman tölvu

Pósturaf machinehead » Þri 22. Jún 2004 04:37

Nú er ég að fara að kaupa alla hlutina í nýju tölvuna, er eitthvað svaka mál að setja hana saman, þar einhvern professional í það, mig langar voða að gera þetta sjálfur og geta sagt, "ég setti þessa tölvu saman sjálfur". Eigið þið einhverjar teikningar eða einhverskonar leiðbeiningar til að hjálpa mér?




Arnar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arnar » Þri 22. Jún 2004 07:13

Það er ekkert flókið að setja saman nýja tölvu.

Bara skrúfa móðurborðið í kassan og festa allt í það :)



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Þri 22. Jún 2004 09:58

held að það sé best að vera búinn að lesa sér soldið til áður, skalt frekar opna tölvuna þína og skoða það sem er inní henni og athuga hvort að þú heldur að þú vitir c.a. hvaða kapall geriri hvað og hvernig og hvert hann á að fara




Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Omaha Beach
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zaphod » Þri 22. Jún 2004 11:08

Þetta er alltsaman mjög einfalt , það eru yfirleitt ágætis leiðbeiningar sem fylgja móðurborðum .....

Muna eftir að hafa kælikrem á örranum og hvergi áttu að þurfa að nota afl til að koma neinu saman ....

Svo auðvitað nota réttu skrúfurnar til að festa móðurborðið í (kannast við 2 sem notuðu venjulegu skrúfurnar ekki gott mál) Annað hvort eru það gullitaðar skrúfur eða svona plasttyppi ...

Og svo er líka gott að nudda aðeins stofuofninn heima hjá þér til að losna við stöðurafmagn ....


"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."


Johnson 32
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 17:08
Reputation: 0
Staðsetning: Atlantshaf
Staða: Ótengdur

Pósturaf Johnson 32 » Þri 22. Jún 2004 11:09

ég hef oft þurft nógu af afli til að setja sumar bannsettu örgjörvaviftur á : :roll:



Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1687
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Þri 22. Jún 2004 11:45

Er nú frekar erfitt að teikna þetta upp en þetta er nú ekki eins erfitt og margir halda. Versta sem getur gerst er að þú missir hluti eða stöðurafmang skemmi eitthvað fyrir þér.

    1. forðast stöðurafmagn (ekki vera í flíspeysu eða ganga mikið á ullarteppi og jarðtengja sig áður en þú hefst handa) og alltaf hafa aðra höndina á kassanum þegar þú tekur upp hluti sem þú ert að fara að setja í kassann.. Til einhver armbönd til að nota sem jarðtengingu en ég hef aldrei prófað þau..
    2. ekki hafa neitt í sambandi :) og taka eins mkið úr kassanum og þú þarft til að það sé nóg pláss til að athafna sig.
    3. setja örgjörfan í móðurboðrið áður en þú lætur móðurborðið í kassan.
    4. EKKI MISSA ÖRGJÖRFAN! Vanda sig þegar þú setur örgjörfan í móðurborðið, ef þú missir hann gætu pinnarnir skekst.
    5. passa að kæliplatan passi vel ofan á örgjörvan og nota kælikrem/límpúða (fylgdi límpúði með P4 örgjörvanum sem ég keypti mér í síðustu viku, intel mælir með því svo kæliviftan festist ekki við örgjörvan..).
    6. áður en móðurborðið fer í kassann þarf að setja 'lyftingu' undir það.. kopar skrúfur sem eru skrúfaðar í kassann og móðurboðið er síðan skrúfað ofan á þær. Passa að það sé ekkert annað sem snertir neðrihliðina á móðurborðinu!!!


Annað er nú nokkuð augljóst.. kannski best að byrja á því að setja minnið í móðurbörðið, svo pci/agp kort og enda á köplum og snúrum..



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2704
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Pósturaf SolidFeather » Þri 22. Jún 2004 14:40

Svo er líka gott að taka gamla tölvu í sundur og láta hana aftur saman.



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Þri 22. Jún 2004 14:59

Það fylgir líka alltaf bæklingur með móðurborðum... það væri alls ekki slæm hugmynd að lesa hann :)


Voffinn has left the building..


Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

?

Pósturaf machinehead » Mið 23. Jún 2004 01:01

Þarf ég að setja þetta kælikrem eitthvað oft á eða bara í þetta eina skipti?



Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: ?

Pósturaf fallen » Mið 23. Jún 2004 01:15

machinehead skrifaði:Þarf ég að setja þetta kælikrem eitthvað oft á eða bara í þetta eina skipti?

Bara einusinni og ekki setja of mikið, það er bara verra.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mið 23. Jún 2004 12:02

ég sett nú bara nýtt á þegar tölvan lendir í því að vera rifin í sundur t.d Céramique skreppur saman á lítin stað á örranum eftir svona 1/2 - 1ár



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Pósturaf Revenant » Fim 24. Jún 2004 12:43

Fyrst af öllu, EKKI FLÝTA ÞÉR. Síst af öllu viltu eyðileggja eitthvað í fljótfærni.

Í öðru lagi þá er alltaf gott að lesa handbókina/uppsetningarplaggið sem fylgir móðurborðinu. Þar er alltaf sagt í hvaða röð og hvernig þú átt að setja hvaða hlut í á hvaða stað o.s.frm.

Einnig er gott (ef þú vilt fá nánari upplýsingar) þá er Toms Hardware með ágætar leiðbeiningar hvernig á að búa til tölvu sjálfur.




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Fim 24. Jún 2004 13:00

Kíkja í næstu búð.. OG gá hvort eitthvert af tölvublöðunum séu að fara yfir þetta ... Ég keypti þannig blað fyrir löngu það var þægilegt því það var allt sýnt og myndir af öllu..



Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf OverClocker » Fim 24. Jún 2004 19:42

Fáðu bara leiðbeiningar í búðinni þar sem þú kaupir íhlutina.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 40
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hlynzi » Fim 24. Jún 2004 22:54

Ég myndi segja að smá jarðtenging til að byrja með er ágæt, og ekki vera í flíspeysu, eða jogging buxum. Þá verðuru pottþétt upphlaðinn af stöðurafmagni.

Eins og einhver sagði .. muna eftir kælikreminu milli örgjörva og heatsinks.
Svo að setja heatsink á AMD örgjörvana verðuru að hafa skrúfjárn sem passar til að setja spennuna á, og stöðuga hendi/hendur, og ekki renna. Mér tókst að eyðileggja móðurborð með því.

Allt annað er "idiot proof" nema floppy drifs kapallinn. Ef það kemur error prompt "floppy drive fail 40" eða álíka snýr hann vitlaust. Þú getur séð að við pinnana er alltaf merkt 1 og 2, uppí ýmislegar tölur. Þar sem 1 eða 2 er þar fer rauði helmingurinn af floppy kaplinum.


Hlynur

Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Fim 24. Jún 2004 23:03

Breytti titlinum...svo það væri hægt að skilja þetta ;)




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 40
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hlynzi » Fim 24. Jún 2004 23:10

elv skrifaði:Breytti titlinum...svo það væri hægt að skilja þetta ;)


ooo... þú ert svo klár.


Hlynur


Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf machinehead » Fös 25. Jún 2004 04:58

Hehe, ekkert má Elv