Vantar álit á nýjum turni

Skjámynd

Höfundur
CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Vantar álit á nýjum turni

Pósturaf CurlyWurly » Lau 02. Jún 2012 02:43

Sælir Vaktarar.

Þannig er mál með vexti að ég hef lengi verið í hugleiðingum um að setja saman nýjan turn handa sjálfum mér og held að ég geti látið verða af því fljótlega en hinsvegar langar mig endilega að fá álit ykkar á þessum málum þar sem ég veit ekkert allt of mikið um þetta. Sérstaklega vantar mig ábendingar varðandi móðurborð þar sem það er mér algjörlega hulið hvað skilur að gott eða lélegt móðurborð annað en fjöldi innstungna. Vélin er aðallega hugsuð í að spila tölvuleiki og myndi ég helst vilja að hún entist svona 2-3 ár ef ekki lengur. Langar einnig að taka fram að ég vil helst eyða minna en 130 þúsund í vélina. Hérna er það sem ég hef týnt til.

Líklega gott að benda á að þetta verður fyrsta tölvan sem ég set saman, svona ef það breytir einhverju.

Intel i5 2500K 3.3 Ghz quad core örgjörvi. http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... k&hvar_se=%&head_topnav=CPU_Intel_i5-2500K

AMD Radeon 6850 1 Gb DDR5 skjákort. http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7803

ASRock P67 Pro3 ATX Intel LGA1155 móðurborð. (þygg allar ábendingar v. móðurborð) http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1634

Corsair Vengeance 1600 Mhz, 8 Gb (2x4 Gb). (þygg einnig ábendingar v. betri vinnsluminni) http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7650

Tacens Radix V 750W aflgjafi. http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1503

Á 500 Gb Iomega prestige flakkara með 8 Mb buffer og 7200 Rpm sem ég býst við að ég geti notað undir geymslu, vantar meðmæli á SSD (hvað þarf stóran undir sýrikerfi etc.)

CoolerMaster Elite 430 turn, held hann sé með 2x120mm viftum. http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7419

Væri fínt að vita hvort ég þurfi einhverja kælingu umfram það sem kemur með. Annars endurtek ég enn og aftur að allar ábendingar eru vel þegnar.
P.S. Vitið þið hvort það sé einhver möguleiki fyrir fátækan námsmann að sníkja út staðgreiðsluafslátt á svona pörtum?

Edit 1: Lagaði rugling varðandi verðtakmark, breytti aflgjafa og geymslu.
Síðast breytt af CurlyWurly á Mán 04. Jún 2012 02:55, breytt samtals 5 sinnum.


CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2379
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 150
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á nýjum turni

Pósturaf littli-Jake » Lau 02. Jún 2012 10:19

Ef þú átt tölvuturn fyrir þá áttu væntanlega HDD. Ef svo er skaltu sleppa þessum TB disk og fá þér SSD disk frkar undir stýrikerfið. Þeir eru dýrari per gig en mun hraðari. Rosalega gott að vera með stýrikerfi á þeim.

Orginal örrakælingar eru drasl. Fáðu ér eitthvað annað. Þarf ekki að kosta nema 3-5K.

Svo er spurning fyrir þig að fara frekar í Ivy bridge heldur en sandy bridge ( nýrri útgáfa af örranum sem þú ert með) en ég er ekki búinn að skoða muninn nægielga vel til að vera með sérstaka skoðun á því.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Höfundur
CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á nýjum turni

Pósturaf CurlyWurly » Sun 03. Jún 2012 20:36

littli-Jake skrifaði:Ef þú átt tölvuturn fyrir þá áttu væntanlega HDD.


Á því miður engan turn fyrir en á 500 gb flakkara sem ég gæti svosem notað sem disk undir gögn, er ekki annars hægt að ná hörðum diskum úr flestum flökkurum?

littli-Jake skrifaði:Svo er spurning fyrir þig að fara frekar í Ivy bridge heldur en sandy bridge ( nýrri útgáfa af örgjörvanum sem þú ert með) en ég er ekki búinn að skoða muninn nægielga vel til að vera með sérstaka skoðun á því.


Ég var búinn að athuga flest örgjörvamál áður en ég setti saman pakkann og komast að því að i5 3570K Intel örgjörvi sem er tæplega 10 þúsundum dýrari er aðeins 3% hraðari ef hann er ekki yfirklukkaður og er yfirleitt svoldið heitari í keyrslu, annars held ég að mig muni ekki um 20W mun á rafmagnsnotkun. (geri ekki ráð fyrir að yfirklukka örgjörva strax en vil hafa það sem valmöguleika síðar meir)

Takk kærlega fyrir ábendingarnar, sérstaklega þessa með harða diskinn, hafði ekkert hugsað út í SSD mál vegna auka kostnaðar.


CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB


Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á nýjum turni

Pósturaf Olli » Sun 03. Jún 2012 21:43

CurlyWurly skrifaði:"Langar einnig að taka fram að ég vil helst eyða meira en 130 þúsund í vélina."

Betra væri að gefa upp hámarksverð +- svo smíða bestu vélina fyrir þann pening
CurlyWurly skrifaði:er ekki annars hægt að ná hörðum diskum úr flestum flökkurum?

Jú, öllum



Skjámynd

Höfundur
CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á nýjum turni

Pósturaf CurlyWurly » Sun 03. Jún 2012 22:07

Olli skrifaði:Betra væri að gefa upp hámarksverð

Takk kærlega fyrir þessa ábendingu, ætlaði mér víst að skrifa MINNA en ekki meira. Þvílíkur kjáni get ég verið.


CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB

Skjámynd

Höfundur
CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á nýjum turni

Pósturaf CurlyWurly » Mán 04. Jún 2012 15:36

Upp


CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3360
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á nýjum turni

Pósturaf mercury » Mán 04. Jún 2012 16:16

tekur frekar 5870 kort hja mer fyrir þennan pening. jarðar 6850,.



Skjámynd

Höfundur
CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á nýjum turni

Pósturaf CurlyWurly » Þri 05. Jún 2012 03:31

Væri þessi 500W aflgjafi nógu stór til þess að duga tölvunni?
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2106

Litist nokkuð vel á að geta verið með modular aflgjafa í tölvunni.


CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB

Skjámynd

Victordp
vélbúnaðarpervert
Póstar: 951
Skráði sig: Mán 06. Apr 2009 00:15
Reputation: 0
Staðsetning: Vesturbær
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á nýjum turni

Pósturaf Victordp » Þri 05. Jún 2012 03:54

CurlyWurly skrifaði:Væri þessi 500W aflgjafi nógu stór til þess að duga tölvunni?
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2106

Litist nokkuð vel á að geta verið með modular aflgjafa í tölvunni.

Takk fyrir að linka þennan er búinn að vera að leita að ódýrum modular aflgjafa en bara svona fyi fyrir auka 5000 kr geturu fengið þennan sem er myndi ég halda alveg eins bara auka 200W


|Macbook Air 2013|
|NZXT H440W|ASUS P8Z68-V/GEN3|Intel i5 2500k|MSI 560TI Twin Frozr III|16GB Corsair Vengence DDR3 1600mhz|EVGA 750W Modular|
! VERSLA EKKI VIÐ TÖLVUVIRKNI !

Skjámynd

Höfundur
CurlyWurly
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fös 01. Jún 2012 03:29
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á nýjum turni

Pósturaf CurlyWurly » Þri 05. Jún 2012 16:38

Victordp skrifaði:
CurlyWurly skrifaði:Væri þessi 500W aflgjafi nógu stór til þess að duga tölvunni?
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2106

Litist nokkuð vel á að geta verið með modular aflgjafa í tölvunni.

Takk fyrir að linka þennan er búinn að vera að leita að ódýrum modular aflgjafa en bara svona fyi fyrir auka 5000 kr geturu fengið þennan sem er myndi ég halda alveg eins bara auka 200W

Hefði svo mikið ekkert á móti því en vandamálið er að ég á þennan auka 5000 kall eiginlega ekki til, annars skoða ég að bæta honum við, aflgjafinn er aldrei of stór!


CM 690 II Adv | i5 2500K @ 3,3 Ghz | GA-Z68XP-UD4 | GTX 560 Ti Twin Frozr II | 2x4 GB Corsair Vengeance | Corsair HX750 |128GB Samsung 830 SSD | 500GB HDD
- CurlyWurly//HB