Sælir Vaktarar
Er að fara að panta frá Amazon SSD disk með öðrum Vaktara í dag (Corsair GT 240GB). Datt í hug að taka 2GB DDR2 minni með fyrir leikjatölvu sem ég á. Málið er, að ég er með í þeirri tölvu Gigabyte 73PVM-S2h móðurborð sem er með aðeins tvær minnisraufar. Í þessu móðurborði er ég með 2x1GB Corsair 1066mhz minni (CM2X1024-8500C5D). Einnig er ég með 1GB skjákort í henni. Móðurborðið styður ekki 1066mhz minni svo það er væntanlega að keyra á 800mhz.
Þar sem skjákortið tekur 1GB og ég er með Windows7 32bita, þá sér stýrikerfið væntanlega ekki meir en 3GB af vinnsluminninu. Það þýðir að 2x2GB er eitthvað smá overkill (nema ég fari í 64bita síðar meir)
Spurningin er þessi:
Haldið þið að ég geti notað annað þessara 1GB Corsair minna með 2GB 800mhz (Amazon) eða þarf ég að versla par þegar um er að ræða aðeins tvö slott?
Afsakið annars hvað þetta er ruglingslegt hjá mér..
Vantar ráðgjöf með minni
-
littli-Jake
- Skrúfari
- Póstar: 2447
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 162
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðgjöf með minni
32bit kerfi stiður 3.5 gig af ram þannig að 4 er ekkert owerkill. Bara tímaspursmál hvenar þú ferð í 64 bi kerfi. Fáðu þér 2x2 gig minni og fáðu þér svo almenilegt móðurborð næst þegar þú uppfæriri. Það borgar sig ekki að spara við það.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
Garri
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1131
- Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
- Reputation: 4
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar ráðgjöf með minni
littli-Jake skrifaði:32bit kerfi stiður 3.5 gig af ram þannig að 4 er ekkert owerkill. Bara tímaspursmál hvenar þú ferð í 64 bi kerfi. Fáðu þér 2x2 gig minni og fáðu þér svo almenilegt móðurborð næst þegar þú uppfæriri. Það borgar sig ekki að spara við það.
Já, takk fyrir það..
Held að 32bita kerfi styðji reyndar max 4GB en skjákortið taki frá 4GB og niður, þannig ef maður er með 1GB skjákort, þá þekki W7 aðeins 3GB sem vinnsluminni, sama hversu mikið er í vélinni af minni.
Og..
Ég efast um að ég fari í móðurborð sem noti DDR2 næst þegar ég uppfæri þessa vél. Nýtt móðurborð, nýr örri, nýtt minni og eflaust yrði um að ræða nýjan PSU líka þar sem þessi er af gömlu gerðinni (ekki 8 pinna CPU power snúru)
Aðallega þess vegna var ég að spá í hvort ég gæti notað 2GB 800mhz saman með 1GB 1066mhz minni í mb sem hefur aðeins tvær minnisraufar.
kv. Garrinn