Setja saman tölvu.

Skjámynd

Höfundur
Kveldúlfur
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 31. Maí 2011 12:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Setja saman tölvu.

Pósturaf Kveldúlfur » Mán 16. Jan 2012 09:36

Jæja, áramótaheitið mitt þetta ár var að setja saman nýja tölvu, þar sem það eru sirka 8 ár síðan ég setti algjörlega nýja tölvu saman sjálfur, þá ákvað ég nú að spyrja ykkur snillingana um góð ráð.

Þetta á eiginlega bara að vera leikjavél, er með fínan skjá/lyklaborð/mús nú þegar þannig að þetta er bara turninn með tilheyrandi sem mig vantar, ég get farið í sirka 250þ. Vill helst nvidia skjákort.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 57
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman tölvu.

Pósturaf Benzmann » Mán 16. Jan 2012 10:00

fá sér 2011 socketið, mæli ég með, og lágmark 32gb ram, og 2-3 kort í SLI, myndi bíða eftir að 600 línan af skjákortum koma frá Nvidia, kemur í febrúar minnir mig :D


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus RTX 5080 Astral OC 16gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM1000x 1000W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman tölvu.

Pósturaf Klemmi » Mán 16. Jan 2012 11:33

benzmann skrifaði:fá sér 2011 socketið, mæli ég með, og lágmark 32gb ram, og 2-3 kort í SLI, myndi bíða eftir að 600 línan af skjákortum koma frá Nvidia, kemur í febrúar minnir mig :D


Bíddu ha, þú ert að grínast ekki satt? Kaldhæðni virkar illa yfir netið.


Starfsmaður Tölvutækni.is


cartman
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Sun 11. Des 2011 14:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman tölvu.

Pósturaf cartman » Mán 16. Jan 2012 12:16

lágmark 32GB í minni = basic :D

Það er eitthvað sem segir mér að þetta sé djók.

[Edit]
reyndar sagði hann 32gb þannig að ef við deilum því með 8 þá fáum við 4 GB sem má teljast algjört lágmark í dag.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman tölvu.

Pósturaf Klemmi » Mán 16. Jan 2012 12:20

cartman skrifaði:lágmark 32GB í minni = basic :D

Það er eitthvað sem segir mér að þetta sé djók.


Held það jú :) En hættulegt að segja svona djóka við mann sem segist ekkert hafa fylgst með tölvum í 8 ár...


Starfsmaður Tölvutækni.is


cartman
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Sun 11. Des 2011 14:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman tölvu.

Pósturaf cartman » Mán 16. Jan 2012 12:48

Aflgjafi: Thermaltake Toughpower XT 775W, hljóðlátur og modular aflgjafihttp://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2065 22.900
SSD: OCZ Vertex3 120GB, 2.5" Solid-State SATA 6.0Gb/s http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2149 36.900
Minni: Kingston HyperX 8GB kit (2x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, 1.35V http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2140 11.900
Örgjörvi: Intel Core i7-2600K 3.4GHz, LGA1155 Quad-Core, 8MB cache, OEM http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1933 45.900
Örgjörvavifta: Noctua NH-D14 http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1881 14.990
Móðurborð: Asus P8Z68-V/GEN3, Intel LGA1155, 4xDDR3, SLI, SATA3 & USB3 http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2160 34.900
Kassi: Xigmatek Pantheon, 3stk kæliviftur, Hot-Swap og viftustýring http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2154 17.900
Skjákort: PNY NVIDIA GeForce GTX570 1280MB, 2xDVI-I & Mini-HDMI http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1885 59.900
Þessi pakki er á 245.290

Svo má skipta út i7 fyrir i5, fá ódýrari örgjörvaviftu, taka 2 ódýrari skjákort og fara í SLI.... endalausir möguleikar.

Og líka ef þú nennir að flakka á milli búða þá getur þú fengið þetta ennþá ódýrara.

En það er eitthvað sem segir mér að aðrir vaktarar eigi eftir að skjóta þetta niður hjá mér :D



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman tölvu.

Pósturaf methylman » Mán 16. Jan 2012 12:52

Alltaf einhverjir litlir fjandar :fullur sem allt þykjast vita hérna á vaktinni. Þetta á meðal annars við það að best sé að vera með Windows 7 á öllu þ.m.t. Socket 939 með single core og 1GB í minni. Svo hringir afi gamli sem á tölvuna í einhvern til þess að "gera við " tölvuna sem besservisszerinn fokkaði upp með trúnni á að það nýjasta sé best. En Trabantinn fer ekkert meira þótt sett sé í hann sportstýri :troll

Skal skoðast sem krítik á Benzman


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman tölvu.

Pósturaf lukkuláki » Mán 16. Jan 2012 13:35

methylman skrifaði:Alltaf einhverjir litlir fjandar :fullur sem allt þykjast vita hérna á vaktinni. Þetta á meðal annars við það að best sé að vera með Windows 7 á öllu þ.m.t. Socket 939 með single core og 1GB í minni. Svo hringir afi gamli sem á tölvuna í einhvern til þess að "gera við " tölvuna sem besservisszerinn fokkaði upp með trúnni á að það nýjasta sé best. En Trabantinn fer ekkert meira þótt sett sé í hann sportstýri :troll

Skal skoðast sem krítik á Benzman


Góður !
Mynd
:happy


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Joi_BASSi!
Ofur-Nörd
Póstar: 224
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 11:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja saman tölvu.

Pósturaf Joi_BASSi! » Mán 16. Jan 2012 13:51

fyrir góða leikjavél sem að má kosta upp að 250 í heildina með öllu nýju.
myndi ég byrja á að velja skjákort þar sem að það hefur mest að segja um leikjagetu vélarinnar. alls ekki taka frekar 2 ódýr kort frekar en eitt betra kort.
allavegana 570 kort. kannski 580 eða 590 fer eftir hvað restin af tölvunni kostar. (65000+)
SSD disk ekki spurning. kannski meiraðsegja 2. (30000+)
geimslu disk ef þig vantar svoleiðis. 1,5 eða 2 TB. kosta aðeins meira en en minni diskar, en eru með með besta verðið fyrir hvert GB (20000+)
mér finnst fínt að nota AMD örgjörva. þeir kosta minna og er ekkert svo mikill munur. (svona 30000+ fyrir góðan)
móðurborð. fer aðalega eftir því hvort þú ætlar að setja einhvað annað í pci slottin. gott að taka allavegana mATX borð til að hafa möguleikann á að setja einhvað í seinna. (25000+)
viltu að kassinn sé flottur. kannski kaupa nokkrar viftur. alveg sama? (10000+)
aflgjafi. fer aðalegaeftir því hvað þú færð þér sem skjá kort og örgjörva. 1000W alltaf gott. (20000+)