skipta um kælikrem ?

Skjámynd

Höfundur
kazzi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 372
Skráði sig: Mið 04. Maí 2011 16:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

skipta um kælikrem ?

Pósturaf kazzi » Fim 08. Des 2011 22:00

Sælir meistarar.Ég er með gamla p4 vél sem fer alveg á fullt bara við að fara á facebook viftan á fullt og bara hávaði í henni.
Ég hreinsa úr henni allt ryk reglulega en það breytir engu.Getur verið að það sé kominn tími á að skipta um kælikrem ?



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1090
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 35
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: skipta um kælikrem ?

Pósturaf Nördaklessa » Fim 08. Des 2011 22:45

Hreinsa allt ryk úr henni og skipta um kælikrem, ég mæli með MX-2


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2447
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 162
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: skipta um kælikrem ?

Pósturaf littli-Jake » Fös 09. Des 2011 10:55

Ef þú ert að gera þetta í fyrsta skipti farðu varlega.

Nr1. Ekki setja mikið kælikrem það er EKKI BETRA. 3 dropar á stærð við hrísgrjón er plenty.
Nr.2 Ekki vera að snerta neitt sem þú þarft ekki að vera að snerta
Nr.3 Ekki gera þetta þar sem er teppi. Það mindast meira stöðurafmagn í þér ef þú labbar á teppi og stöðurafmagn er mjög óæskilegt fyrir tölvubúnað.

Annars er þetta lítið mál. Mæli með að þú prófir þetta. Annars væri kanski ekkert vitlaust að endurnýja kælinguna sem slíka ef hún er orginal.(5-7 ára plús)


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

noizer
Tölvutryllir
Póstar: 699
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 18:40
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: skipta um kælikrem ?

Pósturaf noizer » Fös 09. Des 2011 11:04

littli-Jake skrifaði:Ef þú ert að gera þetta í fyrsta skipti farðu varlega.

Nr1. Ekki setja mikið kælikrem það er EKKI BETRA. 3 dropar á stærð við hrísgrjón er plenty.
Nr.2 Ekki vera að snerta neitt sem þú þarft ekki að vera að snerta
Nr.3 Ekki gera þetta þar sem er teppi. Það mindast meira stöðurafmagn í þér ef þú labbar á teppi og stöðurafmagn er mjög óæskilegt fyrir tölvubúnað.

Annars er þetta lítið mál. Mæli með að þú prófir þetta. Annars væri kanski ekkert vitlaust að endurnýja kælinguna sem slíka ef hún er orginal.(5-7 ára plús)

Nr. 0 Hreinsa gamla kælikremið vel af örgjörvanum.




gunni91
Besserwisser
Póstar: 3465
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 252
Staða: Ótengdur

Re: skipta um kælikrem ?

Pósturaf gunni91 » Fös 09. Des 2011 11:12

ef þetta er örgjörvaviftan sem lætin eru í þá eru nokkrir hlutir sem koma til greina.

1. legurnar í viftunni eru ónýtar.
2. örgjörvaviftan er tengd beint í power-tengi og runnar þá alltaf á 100% hraða.
3. kælikremið er orðið það lélegt að örgjörvinn er að hitna mikið og þar af leiðandi er örgjörvaviftan að snúast alltaf hraðar og hraðar til þess að reyna að kæla örgjörvann (ef örgjörvaviftan er tengd við móðurborðið sem ég býst sterklega með).