hljóð á Samsung Syncmaster P2450


Höfundur
binnist
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Lau 23. Maí 2009 19:30
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

hljóð á Samsung Syncmaster P2450

Pósturaf binnist » Lau 03. Des 2011 00:08

Sælir

ég er alveg lost hérna með þetta.

Málið er að ég er með þennan skjá sem ég keypti í Tölvutækni á sínum tíma ( http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1901 )

Ég var að plögga amino 140 lykli frá Vodafone í samband við skjáinn með HDMI og er með með tölvuna tengda þá í DVI IN. Ég var alltaf með tölvuna tengda í HDMI áður en ég tengdi lykilinn við og þá virkaði hljóðið fínt.

Núna eftir að ég tengdi tölvuna með DVI að þá er hætt að koma hljóð í græjurnar sem ég er með stillt á tölvuna en virkar fínt á amino myndlyklinum.

er eitthvað sem ykkur gæti dottið í hug með þetta?

er s.s með aux snúru út audio out á skjánum og í græjurnar




Storm
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Mán 30. Jún 2008 18:19
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: hljóð á Samsung Syncmaster P2450

Pósturaf Storm » Lau 03. Des 2011 13:45

DVI flytur mjööög sjaldan hljóð. Ef þú vilt fá hljóð frá tölvunni þá þarftu að tengja jack snúru úr hátalaratengi á tölvunni í jack input á skjánum. Input og output jack tengi eru oftast mjög nálægt hvor öðru á skjám.

Edit: var að skoða myndir af skjánum og það er ekki neitt jack input á honum :S bara optical og jack output tengi. Þá er HDMI switch það eina sem mér dettur í hug til þess að fá þetta til að virka.

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1637 eða http://tolvutek.is/leita/hdmi+switch til dæmis