Eitthvað er litið um vönduð móðurborð sem nýta Intel 3000 skjástýringuna á Sandy Bridge örgjörvum. Ég hafði hugsað mér að kaupa öfluga vél núna og uppfæra skjákortin seinna þar sem það er ekki eins ákallandi að spila tölvuleiki og að vinna á vélinni. (Það mun vonandi koma næsta sumar og þá með SLI)
Það skársta sem mér virðist vera í boði á landinu eru þessi tvö:
Gigabyte S1155 Z68XP-UD4 BLACK
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=28389
ASRock Z68 Extreme4 ATX Intel LGA1155
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1738
Hvort móðurborðið væri betri kostur eða er eitthvað annað sem vaktarar mæla með frekar?