RAID pæling

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf mind » Fim 16. Jún 2011 16:21

Geturðu það eitthvað frekar þar ?

mdadm keyrir bara ofaná RAID, það nær ekkert frekar út heilum block úr raid 5 stæðu þegar vantar gögn og parity en hvað annað.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf hagur » Fim 16. Jún 2011 21:28

Mér sýnist ég þurfa að versla mér sata spjald í vélina þar sem hún er bara með 4 innbyggð sata port.

4 porta sata spjald sýnist mér vera 10k-12k, þannig að það munar litlu á því og að fara í sata spjald með RAID stuðningi. Kannski að maður geri það bara.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf mind » Fim 16. Jún 2011 22:48

Eða nota IDE disk fyrir stýrikerfið ?



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2402
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 70
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf Gunnar » Fim 16. Jún 2011 22:54

hagur skrifaði:Mér sýnist ég þurfa að versla mér sata spjald í vélina þar sem hún er bara með 4 innbyggð sata port.

4 porta sata spjald sýnist mér vera 10k-12k, þannig að það munar litlu á því og að fara í sata spjald með RAID stuðningi. Kannski að maður geri það bara.

Vélin sem ég ætla að breyta í server er bara með 4 sata port.
Nota bara 200GB disk IDE disk undir stýrikerfið og fylgiforrit og svo sata tengin fyrir gagnageymsludiska.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf hagur » Fim 16. Jún 2011 23:06

Er þegar með stýrikerfið uppsett á SATA diski ... nenni varla að fara að redda mér einhverjum IDE diski, hvað þá að setja OS-ið upp aftur.

Fínt svosem líka að hafa fleiri SATA port uppá stækkunarmöguleika að gera.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf gardar » Fim 16. Jún 2011 23:29

hagur skrifaði:Mér sýnist ég þurfa að versla mér sata spjald í vélina þar sem hún er bara með 4 innbyggð sata port.

4 porta sata spjald sýnist mér vera 10k-12k, þannig að það munar litlu á því og að fara í sata spjald með RAID stuðningi. Kannski að maður geri það bara.



Með fake raid stuðningi þá? Alvöru raid kort kosta meiri aur en einhvern 10-12þ kall.

Ég mæli allavega ekki með fake raid, myndi frekar fara í "alvöru" software raid



Skjámynd

AncientGod
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 21. Feb 2011 22:38
Reputation: 0
Staðsetning: Hér og þar...
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf AncientGod » Fim 16. Jún 2011 23:31

Heimsk spurning og afsakið en hvað er þetta RAID ?


http://www.heatware.com/eval.php?id=80799

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf gardar » Fim 16. Jún 2011 23:32

AncientGod skrifaði:Heimsk spurning og afsakið en hvað er þetta RAID ?



http://en.wikipedia.org/wiki/RAID



Skjámynd

AncientGod
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 21. Feb 2011 22:38
Reputation: 0
Staðsetning: Hér og þar...
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf AncientGod » Fim 16. Jún 2011 23:37

hahaha =D veit að það er hægt að googla þetta og wikipedia var bara að vonast eftir svona 1 lína útskýring nenni ekki að lesa ritgerð =S


http://www.heatware.com/eval.php?id=80799

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf hagur » Fim 16. Jún 2011 23:44

gardar skrifaði:
hagur skrifaði:Mér sýnist ég þurfa að versla mér sata spjald í vélina þar sem hún er bara með 4 innbyggð sata port.

4 porta sata spjald sýnist mér vera 10k-12k, þannig að það munar litlu á því og að fara í sata spjald með RAID stuðningi. Kannski að maður geri það bara.



Með fake raid stuðningi þá? Alvöru raid kort kosta meiri aur en einhvern 10-12þ kall.

Ég mæli allavega ekki með fake raid, myndi frekar fara í "alvöru" software raid


Já, þetta er væntanlega samskonar raid controller og er oft innbyggður í móðurborð, þar sem örgjörvinn í vélinni sér um raid vinnsluna.

Ég veit að raid kort sem eru með 100% cpu offloading og hafa sinn eigin örgjörva eru miklu dýrari, er alls ekki að fara í þann pakka.

Var bara að meina að ef ég þarf að kaupa SATA spjald á annað borð, þá er það annaðhvort basic SATA spjald á 10-12þús kall eða SATA spjald með raid controller á c.a 25þús



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf hagur » Fim 16. Jún 2011 23:46

AncientGod skrifaði:hahaha =D veit að það er hægt að googla þetta og wikipedia var bara að vonast eftir svona 1 lína útskýring nenni ekki að lesa ritgerð =S


Varla hægt að útskýra þetta í einni línu þar sem að RAID getur þýtt svo margt, þ.e það er til svo margar mismunandi gerðir af því.

Kannski að "Redundant Array of Independent/Inexpensive Disks", sem er það sem skammstöfunin stendur fyrir, segi þér eitthvað ;)



Skjámynd

AncientGod
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 21. Feb 2011 22:38
Reputation: 0
Staðsetning: Hér og þar...
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf AncientGod » Fim 16. Jún 2011 23:50

Já ok, er smá forvitin hvað þetta er en samt ekki til að lesa ritgerð =S en þetta tengist eithvað við servera ? er það ekki.


http://www.heatware.com/eval.php?id=80799

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf tdog » Fös 17. Jún 2011 00:25

RAID getur leyft þér að búa til eitt volume úr mörgum diskum og þú "ræður" hvernig gögnin raðast á diskana. Speglað eða einn biti hér, annar þar...



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf hagur » Fös 17. Jún 2011 00:26

Ekkert endilega bara fyrir servera ... þetta er semsagt þegar 2 eða fleiri harðir diskar eru settir upp til að "virka saman".

Það er til RAID-0 sem kallast striping. Þá eru t.d 2 500GB diskar teknir og búinn til einn 1TB diskur, þ.e stýrikerfið sér þessa tvo diska sem einn 1TB disk. Gögnin eru svo skrifuð ýmist á disk 1 eða disk 2. Þetta gefur mikinn auka hraða en hefur minni áreiðanleika. Ef einn diskur deyr, þá tapast öll gögnin af báðum

RAID-1 sem kallast mirroring. Þá ertu t.d með 2 500GB diska en stýrikerfið sér í raun bara annan. Gögnin eru svo alltaf skrifuð á báða diskana. Annar diskurinn er því bara notaður sem mirror. Þú "sóar" því 50% af diskaplássinu í þetta en færð í staðinn öryggi. Ef einn diskur hrynur þá er það allt í lagi þar sem gögnin eru enn til á hinum.

Svo eru til mikið fleiri tegundir, þar sem ýmist er verið að horfa til aukins hraða eða meira öryggis. Þetta á það þó sameiginlegt að þú þarft a.m.k 2 diska.