Skipta um viftu í PSU?


Höfundur
Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Skipta um viftu í PSU?

Pósturaf Matti21 » Þri 17. Maí 2011 12:19

Það er komið leiðinlegt hljóð í viftunni í Corsair HX620 aflgjafanum mínum. Legan er eitthvað að vera til vandræða. Að öðru leiti er aflgjafinn í fínu lagi svo ég var að pæla að skipta um viftu í honum bara. Hann er ekki lengur í ábyrgð.
Þá þarf ég bara að spyrja rafmagnssérfræðingana hérna er ekki alveg safe að opna hann? Ef ég kippi honum úr sambandi og læt hann standa í 24 tíma? Ættu þéttarnir ekki að vera búnir að afhlaða sig þá?


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010


Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Skipta um viftu í PSU?

Pósturaf Arnarr » Þri 17. Maí 2011 12:21

Fínt líka að þegar að maður er búin að drepa á tölvuni og taka úr sambandi að kveikja á tölvuni aftur, þ.a.s ýta á on takkann. Þú ættir að sjá að vifturnar taka smá kipp.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Skipta um viftu í PSU?

Pósturaf biturk » Þri 17. Maí 2011 12:30

jú, en vertu samt ekkert að snerta þá að óþörfu

notaðu bara töng til að unplugga snúrunni og setja í aftur, allur er varinn góður :happy


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


IL2
Tölvutryllir
Póstar: 665
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Skipta um viftu í PSU?

Pósturaf IL2 » Fös 20. Maí 2011 14:27

Ertu viss um að það þurfi ekki bara að smyrja viftuna? Myndi prófa það fyrst allavega. Fer náttúrulega eftir því hvort legan er lokuð eða ekki.