Kapall fyrirUSB3.0 í móðurborð

Skjámynd

Höfundur
urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Kapall fyrirUSB3.0 í móðurborð

Pósturaf urban » Mán 18. Apr 2011 12:46

Nú er litli bró að raða saman tölvu.

Hingað er kominn HAF-X kassi og SSD
á leiðinni er ASUS Sabertooth móðurborð, i7 2600k og 8 GB minni.

en smá vandamál.

á móðurborðinu er tengi fyrir front usb3
sést á þessari mynd, fyrir "ofan" sata tengin á móðurborðinu
Mynd

í kassanum er einsog margir ykkar vita front usb3 tengi

en hvorki með kassanum né móðurborðinu fylgir kapall þarna á milli.
vissulega fylgir usb3 kapall með kassanum, en það er bara a-b usbsnúra

Veit einhver ykkar hvar er hægt að fá svona kapal ?
ef að einhver ykkar liggur á svona og má missa hann þá skal hann alveg endilega vera verslaður af ykkur :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3873
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 276
Staða: Ótengdur

Re: Kapall fyrirUSB3.0 í móðurborð

Pósturaf Tiger » Mán 18. Apr 2011 13:13

Málið með þetta er að official USB3 header var ekki kominn á markað þegar þessir kassar komu á markað, þessvegna létu þeir þessa löngu bláu fylgja með og ætluðust til að fólk tengdi þá í usb3 portin aftan á móðurborðunum (I/O panelnum).

Cooler Master er ekki enn komnir með þetta en eru að vinna í því og hef ég fylgst með því máli á spjallinu hjá Cooler Master, getur lesið um þetta hérna, er reyndar Cooler Master að skíta á sig í þessu sé ég og ekki enn komnir með dagsettningu, en ætla að senda þetta til eiganda HAF-X þeim að kostnaðarlausu þegar þetta kemur út.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 57
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kapall fyrirUSB3.0 í móðurborð

Pósturaf Benzmann » Mán 18. Apr 2011 13:16

leiðinlegt að lenda í svona vesenum


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus RTX 5080 Astral OC 16gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM1000x 1000W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 1x Samsung 990Pro 4Tb (OS)1x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

Höfundur
urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kapall fyrirUSB3.0 í móðurborð

Pósturaf urban » Mán 18. Apr 2011 13:35

Snuddi skrifaði:Málið með þetta er að official USB3 header var ekki kominn á markað þegar þessir kassar komu á markað, þessvegna létu þeir þessa löngu bláu fylgja með og ætluðust til að fólk tengdi þá í usb3 portin aftan á móðurborðunum (I/O panelnum).

Cooler Master er ekki enn komnir með þetta en eru að vinna í því og hef ég fylgst með því máli á spjallinu hjá Cooler Master, getur lesið um þetta hérna, er reyndar Cooler Master að skíta á sig í þessu sé ég og ekki enn komnir með dagsettningu, en ætla að senda þetta til eiganda HAF-X þeim að kostnaðarlausu þegar þetta kemur út.


djöfulsins klúður hjá þeim að vera ekki komnir með þetta enþá.

en það er einmitt voðalega lítill áhugi að láta þessa bláu skratta liggja í gegnum kassann og afturfyrir.
alveg forljótt og gríðarlega óhagstætt líka (þar sem að það eru jú bara 2 að aftan ef að ég man rétt)

ekki það, drengurinn á ekkert usb3.0 tæki enþá, en veit að hann vildi helst koma þessu fyrir strax í upphafi.

en jæja, það nær þá bara ekki lengra núna.

endilega ef að þú eða aðrir fréttið að því að það verði hægt að fá þetta, þá megiði láta vita hérna :)

með þökkum
urban


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Hj0llz
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Fös 25. Sep 2009 19:01
Reputation: 1
Staðsetning: Glued To My Chair!
Staða: Ótengdur

Re: Kapall fyrirUSB3.0 í móðurborð

Pósturaf Hj0llz » Mán 18. Apr 2011 16:33

Cooler Master eru komnir með kassa sem er með USB 3.0 header...þannig að það hlýtur að vera hægt að fá þetta hjá þeim fljótlega



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1052
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Kapall fyrirUSB3.0 í móðurborð

Pósturaf Revenant » Mán 18. Apr 2011 16:59

Ef það fylgir USB3 bracket með (sem þú setur aftan í tölvuna) þá gætiru sett það "á bakvið" þar sem allar snúrurnar eru og tengt HAF X USB3 snúrurnar þar í. Þannig leysti ég það með P8P67 Pro móðurborðinu mínu og HAF X kassanum.