Sælir,
Ég er í smá vandræðum með sjónvarpið/skjákortið. Ef að ég kveiki fyrst á sjónvarpinu áður en ég set tölvuna í gang þá gerist það að í stað þess að sýna mér upphafsmyndina fyrir Windows kemur svartur skjár með hvítum borða neðst sem segir videoformat not supportet. Ef ég slekk síðan á sjónvarpinu og kveiki aftur þá er allt eins og það á að vera.
Ég var að setja nýtt skjákort í vélina MSI geforce 460 og sjónvarpið er 32" Philips LCD full HD flatskjár. Ég nota HDMI tengi til að tengja saman tölvu við sjónvarp.
Einhverjar hugmyndir?
Með fyrirfram þökk,
Óskar