Örgjörvapælingar í vinnsluvél

Skjámynd

Höfundur
Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Örgjörvapælingar í vinnsluvél

Pósturaf Eiiki » Fim 03. Mar 2011 11:14

Sælir vaktarar góðir.
Mér var falið það verkefni nú fyrir stuttu að setja saman einfalda skrifstofuvél sem sér um vinnslu á fáeinum forritum á sama tíma. Aðilinn sem er faðir minn er orðinn þreyttur á sinni núverandi tölvu, segir hana vinna alltof hægt... hún hefur til að mynda 1GB vinnsluminni sem er að ég held 400Mhz, örgjörvinn er eins kjarna intel örgjörvi er arfaslakur og þegar ég fór í tölvuna sjálfur tók það mig rúmlega 2 mínútur að fara í my computer og properties.
Þannig nú er ég að spurja ykkur, eru AMD örgjörvarnir að standa sig í þessari basic skrifstofuvinnslu? Ef við miðum við að fá örjgörva á svona 15-20 þúsund kall? Ætti ég frekar að fara í Intel? Ég hugsa að ég fari bara í 2*2GB 1333MHz vinnsluminni sem að ég held að sé alveg nóg.
Endilega skjótið inn skoðunum ykkar og jafnvel að benda mér á tilbúinn turn sem ég get fengið eitthvað fyrir góðann pening. (viðmið u.þ.b. 60-70 þúsund)
Með fyrirfram þökkum.
-Eiiki


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

Skjámynd

Höfundur
Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Örgjörvapælingar í vinnsluvél

Pósturaf Eiiki » Fös 04. Mar 2011 10:05

Bump bump


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

Skjámynd

ljoskar
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 06. Feb 2009 11:57
Reputation: 0
Staðsetning: Fásk
Staða: Ótengdur

Re: Örgjörvapælingar í vinnsluvél

Pósturaf ljoskar » Fös 04. Mar 2011 12:38

Ég myndi halda að þessi ætti ekki að klikka handa gamla karlinum http://www.computer.is/vorur/5584/



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8753
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1405
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Örgjörvapælingar í vinnsluvél

Pósturaf rapport » Fös 04. Mar 2011 12:52

Þetta er ekki spurning um Intel v.s. AMD.

Þetta snýst um PCU power og hversu mikið minni forritin hans þurfa, líklega ekki hraða minniskubbana nema að litlu leiti þar sem þetta eru skrifstofuforrit.

Hér inni var 4 kjarna vél með 4Gb minni til sölu á 60-70þ. fyrri skemmstu. Þannig vél mundi endast honum í einhver ár í skrifstofuvinnslu.

Kjarnar í CPU eru nánast eins og akreinar í götu, núna er t.d. Reykjanesbrautin miklu betri, komin með 2x2 (4) akreinar og höndlar meira en einstefnugata í Þingholtunum.

Hraði örgjörvana er svo eins og hámarkshraði, þannig að hraðinn milli Reykjanesbrautarinnar og Þingholtana er líka mikill (30 v.s. 90).


Til að fá skikkanlega skrifstofuvél = fá a.m.k. góðan C2D, helst C2Q (eða nýju, i5 eða i7).

Þá er 4Gb minni lágmark að mínu mati ef verið er að keyra 2-3 þung forrit samtímis, en þá er líka komin krafa um 64bita stýrikerfi (spurning hvort öll forritin virki með slíku stýrikerfi)

Að lokum skiptir líkamáli hvaða stýrikerfi notað er... Win7 rúlar í þeim efnum, XP er brúkhæft (32 bita) og Vista er rusl.

En þetta er mitt grófa þumalputtamat á skrifstofutölvuinnkaupum...