Ég var að skipta um móðurborð, setti P43T-C51. Ég get ekki fengið CPU viftuna til að hæga á sér, hangir í ~ 4000RPM. CPU hiti er 43°C.
Ég prófaði að configa móðurborðið til að stilla cpu hitann, setti hitann á 65°C og viftan mætti fara niður í 12,5 (% reikna ég með) en það er ekki að gera sig.
Ég næ ekki heldur að setja hraðan á CPU viftunni í gegnum Speedfan og DualCoreCenter.
Er einhver hér sem kannast við svona mál ?, á að prófa aðra viftu? Hefði haldið að þar sem móðurborð sér hitann á CPU og hraðann á viftunni að þetta sé issue tengt því...
með "Ég prófaði að configa móðurborðið til að stilla cpu hitann, setti hitann á 65°C og viftan mætti fara niður í 12,5 (% reikna ég með) en það er ekki að gera sig." á ég við í BIOS!
