Jæja. Mig langaði að athuga hvort fleiri hafa lent í svona vandræðum.
Fyrir 2-3 mánuðum ákvað ég að raða saman í borðvél, ekkert top-of the line dót en sæmilega vél fyrir myndvinnslu.
Í hana keypti ég 60Gb SSD disk fyrir systemið og er svo með 2 1.5Tb diska í raid fyrir gögn. SSD diskurinn er Filemate SolidGo 60Gb sem fæst í computer.is/Tæknibæ. Ég sett W7 64b upp og til að byrja með virtist vélin spræk og fín. En með tímanum fór vélin að hökta all verulega, frjósa í nokkrar sekúndur og allt að mínútu. Ég á tug þúsundir ljósmynda sem ég managera með Lightroom og vinna í LR var eins og að vera fastur í drullupytti, import á 100 myndum tók kannski 1-2 tíma.
Ég fór kerfisbundið í gegnum alla drævera, tók hardware og forrit út, eitt í einu án þess að ná tökum á vandanum. Á endanum gafst ég upp og skrifaði vandræðin á W7 og setti upp Ubuntu á vélina. ...virkaði fínt fyrst en svo gerðist það nákvæmlega sama. Forritin fóru að læsast í 10-30 sekúndur hvað eftir annað og tölvan var orðin jafn ónothæf og þegar W7 var á henni.
Svo ákvað ég að taka SSD diskinn úr og tók gamlan 160Gb HD úr vinnunni heim til að prófa. Setti upp W7 64b aftur ...og voila! Véin er í fínu lagi, vinnsla í LR er í öðrum heimi m.v. þegar SSD diskurinn var í.
Hvað er málið eiginlega? Er þessi diskur eitthvað drasl eða er hann bara bilaður? Getur verið að það sé eitthvað incompatabilty vesen á milli disksins og móðurborðsins. Ég uppfærði ekki BIOSið því það var bara til utility fyrir 32 windows (virkar ekki á 64b) og diskettu utility (ég er ekki með floppy).
Ég er verulega pirraður yfir tímanum sem hefur farið í þetta auk þess sem ég stend eiginlega bara uppi með rándýran flakkara þar sem diskurinn er ónothæfur sem system diskur.
Er einhver hér sem þekki þetta vandamál? Á ég að fara með diskinn í Tæknibæ og kvarta?
Kv. Hrannar
Vandræði með SSD disk
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8753
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1405
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði með SSD disk
Þetta er ekki eðlilegt...
Smá Gúgl leiddi í ljós að diskar fráþessu fyrirtæki hafa átt það til að haga ser svona...
Smá Gúgl leiddi í ljós að diskar fráþessu fyrirtæki hafa átt það til að haga ser svona...
Re: Vandræði með SSD disk
Eru ekki til fitness test fyrir svona diska?
Myndi prufa það til að byrja með.
Myndi prufa það til að byrja með.
Nörd
Re: Vandræði með SSD disk
Breyttiru nokkuð úr IDE í AHCI eftir að hafa sett upp stýrikerfið. Þótt það eigi auðvita ekki að hafa svona dramatísk áhrif. Myndi skella honum í test eins og BjarniTS nefndi, tekur örfáar mínútur fyrir þig og útilokar stóran part. Annars ertu með pagefile virkt, í þinni allra þyngstu vinnslu - ertu að maxxa minnið?
-
Hauxon
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 445
- Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
- Reputation: 133
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði með SSD disk
Ég hef ekki breytt neinum stillingum fyrir diskstýringarnar í stýrikerfinu eftir á, hvorki í Windows eða Linux.
Eina testið sem ég gerði á disknum var Windows performance monitor og diskurinn skoraði 8.0 þar.
...líka eftir að hann byrjaði að hökta.
Hvaða forrit er best að nota til að tékka á disknum?
Eina testið sem ég gerði á disknum var Windows performance monitor og diskurinn skoraði 8.0 þar.
...líka eftir að hann byrjaði að hökta.
Hvaða forrit er best að nota til að tékka á disknum?