IDE er verkfæri djöfulsins

Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

IDE er verkfæri djöfulsins

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 28. Ágú 2010 19:05

Ég er í algerum mínus hérna. Ég er með gamla tölvu sem er með 2 ide diskum og 2 ide diskdrifum. Diskdrifin eru á sér kapli og hörðu diskarnir á öðrum. Ég er að reyna að keyra upp Ubuntu cd úr drifinu en einn diskurinn er til trafala. Ég ætlaði að hafa hann sem master og hinn sem slave. Helvítis tölvan vill ekki boota nema jumperarnir séu á 32gb clip stillingum. What up? Diskurinn er 80GB, ekkert stórmál að missa rúm 40 gb af disknum þar sem ég ætla nú ekki að fara að stora einhvern massa af gögnum þarna en ég hef getað notað þennan disk í þessari tölvu áður sem 80gb.

Hvað er til bragðs að taka?

Já og eitt enn. Á jumperunum er 15 head, 16 head, 32gb clip og eitthvað disable auto spin rsum sem ég get valið um. Hvort á ég að vera á 15 eða 16 head stillingum?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2365
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: IDE er verkfæri djöfulsins

Pósturaf GuðjónR » Lau 28. Ágú 2010 19:07

En ef þú aftengir allt nema 1x hdd og 1x CD-ROM .... installerar....og tengir þá svo?



Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: IDE er verkfæri djöfulsins

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 28. Ágú 2010 19:12

prufa

edit: nibb, það gerist bara það sama



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8753
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1405
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: IDE er verkfæri djöfulsins

Pósturaf rapport » Lau 28. Ágú 2010 23:49

Ég er nokkuð fastur í þessu IDE "Helvíti".

Stilltu jumperunum upp m.v. 16head og cable select (einfaldast að stilla allt IDE dót þannig).

Ef það virkar ekki = 16head og master/slave (ég hef aldrei átt disk sem ég hef þurft að stilla á 15head).

Svo smá fróleiksmoli "ég hef lent í því að cable select virkar ekki milli Hitachi og Samsung diska (á þá sama kaplinum) en með öðrum diskum þá virka báðir.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: IDE er verkfæri djöfulsins

Pósturaf biturk » Sun 29. Ágú 2010 08:53

ég mæli með cable select og 16head

einnig mæli ég með að nota gæða kapla, ekki þessa gömlu gráu sem fylgdu með öllum tölvum heldur the real deal sem þú kaupir útí búð og kostar meira en 100 krónur


hef maaaargoft lent íþví með ide kapla sem líta út eins og nýir skili sér ekki á cable select stillingum því þeir eru bara ekki nægilega vandaðir :evil:


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: IDE er verkfæri djöfulsins

Pósturaf beatmaster » Sun 29. Ágú 2010 13:49

Cable select virkar yfirleitt bara á Cable Select köplum sem að eru með bláum,gráum og svörtum tengjum (blátt=móðurborð, grátt=slave og svart=master)

Hvernig diskar eru þetta annars sem að um ræðir (týpunúmer)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8753
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1405
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: IDE er verkfæri djöfulsins

Pósturaf rapport » Sun 29. Ágú 2010 13:56

[quote="beatmaster"]Cable select virkar yfirleitt bara á Cable Select köplum sem að eru með bláum,gráum og svörtum tengjum (blátt=móðurborð, grátt=slave og svart=master)

quote]


lol - fyndið að ég hafi aldrei vitað af þessu...

Fór meira aðs egja í gramsið mitt og get staðfest að ég á bara kapla skv. þessari lýsingu, eða með bláum, gráum og svörtum "flipum" til að toga í...