Sæl,
Ég er að fara að setja saman tölvu, og er í smá hugleiðingum... Það verða ekki spilaðir leikir á þessari tölvu svo skjákort er ekkert vandamál. Þetta er svona um það bil það sem ég er kominn með
Kassi:
Cooler Master Sileo 500
Harðdiskur:
WD Caviar Green WD15EARS 1.5 TB
Móðurborð:
Gigabyte GA-890GPA-UD3H
Örgjörvi:
AMD Phenom II X4 965(3.4 GHz)
Örgjörvakæling:
Cooler Master Vortex 752
Vinnsluminni:
Corsair XMS3 2x2GB(4GB)
Er það ekki rétt skilið hjá mér að með kassanum fylgir aflgjafi, og að það er innbyggt skjákort á móðurborðinu? Nú er þetta fyrsta tölvan sem ég set saman, er eitthvað fleira sem ég þarf(fyrir utan skjá, mú og lyklaborð). Passar kælingin ekki með örgjörvanum, eða eitthvað álíka. Allar ábendingar eru vel þegnar
kv. Finnur
Er að fara að setja saman tölvu
-
donzo
- spjallið.is
- Póstar: 431
- Skráði sig: Fim 19. Jún 2008 18:17
- Reputation: 1
- Staðsetning: Rúminu hans Zedro..
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er að fara að setja saman tölvu
Ef það verða ekki spilaðir neinir leikir þá mæli ég með að adda 2k cash fyrir http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1729 í staðinn fyrir x4 965
Re: Er að fara að setja saman tölvu
doNzo skrifaði:Ef það verða ekki spilaðir neinir leikir þá mæli ég með að adda 2k cash fyrir http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1729 í staðinn fyrir x4 965
x2
-
audiophile
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1614
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 149
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er að fara að setja saman tölvu
Það kemur 500w aflgjafi með þessum kassa.
Jú þetta móðurborð notar nýja 890GX kubbasettið og það er innbyggt á því ATI HD 4290 skjákort.
Líka alveg sammála fyrri ræðumönnum, fáðu þér frekar 1055T örgjörvan. Hann er 6 kjarna í stað 4 kjarna og hentar vel upp á multithreaded forrit í framtíðinni. Hann kostar bara aðeins meira.
Held að þetta verði bara öflug og flott vél hjá þér. Gangi þér vel.
Jú þetta móðurborð notar nýja 890GX kubbasettið og það er innbyggt á því ATI HD 4290 skjákort.
Líka alveg sammála fyrri ræðumönnum, fáðu þér frekar 1055T örgjörvan. Hann er 6 kjarna í stað 4 kjarna og hentar vel upp á multithreaded forrit í framtíðinni. Hann kostar bara aðeins meira.
Held að þetta verði bara öflug og flott vél hjá þér. Gangi þér vel.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Er að fara að setja saman tölvu
hmm... Góð pæling... Held ég láti bara verða af því... Takk fyrir góð svör 