Ég keypti þennan flakkara fyrir stuttu og langar bara að vita einn hlut. Ég hef leitað hér og á google en fann ekkert.
Þegar ég kveiki á honum þá á hann stundum til að blikka ljósinu framaná honum í 1 mín, svo stoppar það og ljósið er kveikt en ekkert gerist.
Þetta gerist þegar ég kveiki á honum hvort sem hann er í sambandi við sjónvarp eða tengdur við usb. Þá þarf ég að kveikja á honum aftur jafnvel 2-3 sinnum þar til að hann keyrir boot eða tengist usb. Er einhver annar sem kannast við þetta og gæti sagt mér hvað þetta gæti mögulega verið annað en fáfræði mín.