Sælir Vaktarar.
Það er orðið langt síðan ég uppfærði og er að keyra það sem er í undirskriftinni minni núna.
Nú er valið ekki lengur svo einfalt. Fyrir ekki löngu var valið Intel og ekkert múður. AMD átti ekkert í þá. (Ég er hvorki AMD né Intel, hef átt bæði.) En nú er AMD með ágætis örgjörva á fínu verði. Þar ber að nefna AMD Phenom II X4 695 BE og Phenom II X6 1055T. Ég var nokkuð sannfærður um Intel i5-750 sem næsta hopp, en eftir að 1055T kom, er ég ekki svo viss. Þeir eru að performa svipað og kosta svipað. Þá meina ég allur pakkinn með mobo og minni.
Hvort mynduð þið velja og af hverju?
i7 920 kemur ekki til greina þar sem startkostnaður þar er of hár fyrir mig.
Intel i5-750 eða AMD X6 1055T
-
audiophile
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1614
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 149
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Intel i5-750 eða AMD X6 1055T
Ég er einmitt að uppfæra núna hjá mér um mánaðarmótin, var lengi í sömu pælingum.
Ákvað að taka 1055T útaf core fjölda eiginlega, miðað við það sem ég skoðaði voru þeir að scora svipað en ég vil hafa möguleikann á því að nýta 6 cores í framtíðinni.
Eins og er myndi ég bara þá nýta 4 cores í leiki etc og láta þá hina 2 sjá um background forrit líkt og W7, Vent og allann þann pakkann.
En þetta var bara mín ástæða, ég væri endilega til í að heyra frá einhverjum sem supportar i5 framyfir 1055T
Ákvað að taka 1055T útaf core fjölda eiginlega, miðað við það sem ég skoðaði voru þeir að scora svipað en ég vil hafa möguleikann á því að nýta 6 cores í framtíðinni.
Eins og er myndi ég bara þá nýta 4 cores í leiki etc og láta þá hina 2 sjá um background forrit líkt og W7, Vent og allann þann pakkann.
En þetta var bara mín ástæða, ég væri endilega til í að heyra frá einhverjum sem supportar i5 framyfir 1055T
-
audiophile
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1614
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 149
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Intel i5-750 eða AMD X6 1055T
Það er nokkuð til í því, alveg eins og gamla dual core umræðan. Nú eru einmitt meira um að forrit og leikir nýti alla 4 kjarnana t.d. Bad Company 2 sem ég spila einmitt mikið og neyðist til að spila á Low stillingum vegna þess að ég er með dual core örgjörva. Hef heyrt að hann lifni algjörlega við þegar hann fær að nota 4 kjarna.
Ég er svosem ekkert í mikilli multicore vinnslu, eins og rendering og encoding, en ég nota Photoshop, Lightroom og Cakewalk Sonar mikið og þau vilja alveg nota fleiri en 2 kjarna.
Svo lengi sem hægt sé að kaupa móðurborð á skikkanlegu verði er AMD X6 aðeins ódýrari leið þar sem hann kostar 30þ hjá Buy.is en i5-750 34þ.
Ég er svosem ekkert í mikilli multicore vinnslu, eins og rendering og encoding, en ég nota Photoshop, Lightroom og Cakewalk Sonar mikið og þau vilja alveg nota fleiri en 2 kjarna.
Svo lengi sem hægt sé að kaupa móðurborð á skikkanlegu verði er AMD X6 aðeins ódýrari leið þar sem hann kostar 30þ hjá Buy.is en i5-750 34þ.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Intel i5-750 eða AMD X6 1055T
Mikið rétt, ég hugsa að 1055T sé meira future proof heldur en i5, ætli i7 verði ekki samt næsta uppfærsla á eftir því (fer eftir því hvað er í boði eftir 1-2 ár þó).
En dual core, það er nú bara lúxus, ég er að skrifa þetta (og spila leiki) úr gamalli P4 single core vél
En dual core, það er nú bara lúxus, ég er að skrifa þetta (og spila leiki) úr gamalli P4 single core vél
-
audiophile
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1614
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 149
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Intel i5-750 eða AMD X6 1055T
Mæli með að þú lesir þetta þegar þú velur móðurborð og ef þú ætlar að overclocka......
http://hardforum.com/showthread.php?t=1524927
X6 1055T og borð með 890GX kubbasettið með 4+1fasa, fara illa saman. Þetta á ekki við 890FX.
Þetta á líka við um 1090T örgjörvann. Þeir nota einfaldlega of mikla spennu þegar þeir eru overclockaðir og móðurborðin þola það ekki.
http://hardforum.com/showthread.php?t=1524927
X6 1055T og borð með 890GX kubbasettið með 4+1fasa, fara illa saman. Þetta á ekki við 890FX.
Þetta á líka við um 1090T örgjörvann. Þeir nota einfaldlega of mikla spennu þegar þeir eru overclockaðir og móðurborðin þola það ekki.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Intel i5-750 eða AMD X6 1055T
Snilld! einmitt það sem ég er að fara útí, þakka þér fyrir þetta 
Edit: tek því sem þú sért að fara í 1055T líkt og ég ?
Edit: tek því sem þú sért að fara í 1055T líkt og ég ?
-
audiophile
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1614
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 149
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Intel i5-750 eða AMD X6 1055T
Aravil skrifaði:Snilld! einmitt það sem ég er að fara útí, þakka þér fyrir þetta
Edit: tek því sem þú sért að fara í 1055T líkt og ég ?
Ekki alveg ákveðinn ennþá enda ekki alveg að fara að stökkva í þetta strax. Kannski eftir mánuð eða svo.
Svo er ég reyndar líka að pæla aðeins í Phenom II X4 965 BE á 28þ. Hann er hraðari en 1055T (enda klukkaður hærra) í flestu nema miklu multithread dæmi svosem encoding og 3D rendering. Sem ég geri hvorugt.
Have spacesuit. Will travel.
-
TestType
- Fiktari
- Póstar: 60
- Skráði sig: Sun 11. Júl 2004 15:35
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Intel i5-750 eða AMD X6 1055T
audiophile skrifaði:Mæli með að þú lesir þetta þegar þú velur móðurborð og ef þú ætlar að overclocka......
http://hardforum.com/showthread.php?t=1524927
X6 1055T og borð með 890GX kubbasettið með 4+1fasa, fara illa saman. Þetta á ekki við 890FX.
Þetta á líka við um 1090T örgjörvann. Þeir nota einfaldlega of mikla spennu þegar þeir eru overclockaðir og móðurborðin þola það ekki.
Þetta eru nú algjörar getgátur eins manns þarna sem ég hef aldrei séð áður og hef verið að lesa um þessi móðurborð um nokkurt skeið. Auk þess er hann að tala um micro ATX móðurborðið frá MSI, sem gæti verið vandamálið. Fyrir utan það er þetta ekki design hluti af 890GX kubbasettinu, því t.d. er Asus M4A89GTD 8+2 fasa eins og einhver nefnir þarna. Hef hangið mikið á overclock forums þar sem fólk er að keyra 1055t og 1090t á 4ghz á 890GX borðum án vandamála.
Ef þið ætlið að overclocka er 1055t no-brainer. Ég ætlaði fyrst líka að fá mér 965 í staðinn fyrir 1055t, aðallega þar sem ég hef aldrei overclockað áður og ætlaði ekki að overclocka, en það er mjög létt að overclocka 1055t í sama performance og betra en 965 með lítilli fyrirhöfn. Fyrir utan það overclockar hann mun betur en 965 ef menn vilja fara í einhver svaka overclock.
Btw þá myndi ég mæla með að bíða eftir 95w útgáfuni af 1055t sem kemur líklega fyrr en seinna í þessum mánuði. Notar minna rafman, framleiðir minni hita, keyrir á lægri voltum, betri í overclock en núverandi 125w útgáfan.