Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?


Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf yamms » Þri 13. Júl 2010 19:46

Úfff þessi titill hljómar svo 2007........

En málið er það að mig dauðlangar í tölvu, ekki neina "venjulega" heldur mulningsvél.

Var að raða saman, því litla sem ég kann í þessu, tölvu sem yrði á verðinu 260-300k. á þá reyndar eftir að plögga skjá, en hann er hægt að fá ódýrt t.d. hér inná vaktinni.

Þar sem ég er í skóla þá tími ég ekki alveg að borga þennan pening allann í einu. Ég á alveg fyrir tölvunni en þá á ég þeim mun minni pening til að "lifa af" í vetur.

Er ennþá boðið upp á svona afborganir, þá að borga tölvuna upp á svona 6-12 mánuðum.

Var að pússla saman tölvu hjá kísildal. Hef lesið hér inni að menn eru almennt ánægðir með þá verslun, svo að hún yrði eflaust fyrir valinu.

Fyrirfram þakkir :) :wink:



Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 577
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf Lallistori » Þri 13. Júl 2010 19:51

Veit að Tölvuvirkni er að bjóða uppá raðgreiðslur (og þarft að sjálfsögðu visa kort) , en er ekki með á hreinu hvort allar verslanir bjóða uppá þetta.
Hringja á staðina og kanna málið bara :wink:


Haf X - Corsair 750w - Ryzen 5 5600X - 32gb ddr4 3200mhz -Prime 550M-A - Samsung 1TB NVMe - Asus 3070 OC - 5TB HDD's


darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf darkppl » Þri 13. Júl 2010 20:23

buy.is er ódyr en þá þarfa bara að púsla saman hlutunum.


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf Blackened » Mið 14. Júl 2010 00:56

ég held að það sé hægt að setja rúmlega "allt" á Visa-rað þá er einhver x greiðsla út og eftirstöðvar í eitthvað x mörgum afborgunum.. þetta er bara eitthvað sem að flestar verslanir bjóða uppá í gegnum Visa held ég




Carragher23
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 20:09
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf Carragher23 » Mið 14. Júl 2010 03:41

Satt eins og hann bendir á hér að ofan, bjóða held ég langflestir uppá þetta.

Getur séð hér hvernig vextir og gjöldin leggjast ofan á þetta: http://valitor.is/?ath=Ekki_nota_slod_s ... ID=1100&g={3758E7D0-6797-4A04-B70E-D331C5D2DDC8}

*EDIT* verður samt að klikka á kortalánareiknir neðarlega til vinstri af eh ástæðum . . . . .


Cooler Master HAF932 - Gigabyte GA-X58A-UD7 - Intel i7 930 @3,8GHz - Kingston 6GB HyperX DDR3 1730MHz - Crucial RealSSD C-300 128GB og 2x1TB samsung spinpoint F3 í Raid0 - Gigabyte HD5770 1GB - Noctua NH-D14 - Cooler Master Silent ProM 850W - "25" Full Hd I-Inc


Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf yamms » Mið 14. Júl 2010 17:12

takk fyrir þetta strákar :wink:

júú ætli þetta væri ekki "skynsamlegast" miðað við að maður er ennþá í skóla. borga kannski einhvern 100k út og þá eru þetta ekki svo háar afborganir.

Þá er bara að fara að raða saman einhverju #-o



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf Glazier » Mið 14. Júl 2010 17:41

Komdu með upphæð og ég skal reyna að púsla saman :)


Tölvan mín er ekki lengur töff.


Máni Snær
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 10. Des 2008 17:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf Máni Snær » Mið 14. Júl 2010 18:13

Allar þessar verslanir bjóða upp á raðgreiðslur, það er hinsvegar spurning hverjar af þeim bjóða upp á léttgreiðslur. Sem er án efa skynsamlegri kostur, taktu bara listann hérna á forsíðunni og hringdu og ath málið.




Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf yamms » Mið 14. Júl 2010 20:42

Glazier skrifaði:Komdu með upphæð og ég skal reyna að púsla saman :)



Sæll, upphæðin er 300.000 - fyrir bara tölvuna... væri þó ekkert verra ef það væri hægt að fá hana eitthvað ódýrari.

ég var eitthvað sjálfur að reyna að pússla saman einhverju... ég veit voðalega takmarkað um þetta ennþá, var síðast í svona "leikjapakka" fyrir um 6 árum þegar 256mb skjákortin voru aðal málið :lol:

hérna er allavega það sem ég setti saman, veit ekki hvort það vanti eitthvað í þetta. En þetta er farið að verða skugglega dýrt.

Slepp ég við einhverja ódýrari íhluti sem eru ekki mikið síðri í gæðum heldur en þessir sem ég setti saman?

Eina sem ég hugsa er , því dýrara = því betra. Það þarf þó ekki að vera endilega svoleiðis.. kunnáttuleysið er bara algert :oops:

Mynd



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Tengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf chaplin » Mið 14. Júl 2010 21:14

Yamms, ég myndi persónulega eyða aðeins meira og fá mér Crucial Sata3 disk, 930 þar sem það er komið revision af honum, eitthvern annan aflgjafa á 25.000kr eða minna, þessvegna minni, þarf ekki allt þetta afl, ef þú ert að fara í super duper extreme overclock gæti þetta móðurborð verið málið, en sleppur jafn vel með 30-50k móðurborð ef þú ætlar bara að henda honum í 4.0 GHz og vera sáttur, just my 2c..


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


vesley
Kóngur
Póstar: 4254
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf vesley » Mið 14. Júl 2010 21:15

Aðeins minni SSd, en ert líka með 1 TB disk, betri og stærri turnkassi, móðurborð sem hefur marga af UD7 fítusunum og alls ekki síðra.
Vinnslumminnið aðeins ódýrara en ég hef meiri trú á því en dýrara minninu.

Virkilega góð örgjörvakæling.

Og þessi aflgjafi er bæði alveg ótrúlega góður og meira en nóg fyrir þetta kort.

Mynd

Og getur auðvitað eins og Daanielin segir eytt örlítið meira og fengið þér c300




Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf yamms » Mið 14. Júl 2010 21:41

takk kærlega fyrir þetta strákr :wink:

Ég ætla ekki að mótmæla neinu því sem þið segið, þar sem þið vitið þetta muuun betur en ég. Lýst vel á þessa pakka hjá ykkur. Éf ég mun overclocka eitthvað, þá mun ég láta gera það fyrir mig. Það væri ekki leiðinlegt að eiga þann kost að geta overclockað eitthvað smá (upp í 4,0 til dæmis). Þetta yrði bara leikjavél. Spurning með að fá sér annað 5870 næsta sumar? dugar þá þessi minni aflgjafi alveg ennþá?


Og það sem ég skil í sambandi við þessa ssd diska. Er ekki windowsið sett á þessa diska, þeir vinna MUN hraðar og lítið sem ekkert "loading" í leikjum.?

Dugar þá ekki alveg 60gb?

Takk aftur :)




vesley
Kóngur
Póstar: 4254
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf vesley » Mið 14. Júl 2010 21:45

yamms skrifaði:takk kærlega fyrir þetta strákr :wink:

Ég ætla ekki að mótmæla neinu því sem þið segið, þar sem þið vitið þetta muuun betur en ég. Lýst vel á þessa pakka hjá ykkur. Éf ég mun overclocka eitthvað, þá mun ég láta gera það fyrir mig. Það væri ekki leiðinlegt að eiga þann kost að geta overclockað eitthvað smá (upp í 4,0 til dæmis). Þetta yrði bara leikjavél. Spurning með að fá sér annað 5870 næsta sumar? dugar þá þessi minni aflgjafi alveg ennþá?


Og það sem ég skil í sambandi við þessa ssd diska. Er ekki windowsið sett á þessa diska, þeir vinna MUN hraðar og lítið sem ekkert "loading" í leikjum.?

Dugar þá ekki alveg 60gb?

Takk aftur :)



60gb duga, og ég myndi taka HX850 ef þú ert að plana að fá þér annað kort í SLI seinna. HX650 mun ekki ráða við það.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Bjóða tölvuverslanir ennþá upp á afborganir af tölvum?

Pósturaf Klemmi » Mið 14. Júl 2010 22:17

Mín uppröðun yrði svona:
Antec P183 ~30þús
Antec CP-850 850W aflgjafi ~28þús
Ódýrara X58 móðurborð ~35þús kall, en með 6x minnisraufum upp á uppfærslumöguleika
Intel Core i7-930 ~50þús
CoolerMaster Hyper 212 ~6þús
3x2GB af vönduðu 1600MHz minni ~30þús-35þús
Bíða eftir GTX460 sem eru að detta inn á markað, taka 1 eða 2stk.- af þeim (líklega 1stk.- til að byrja með), hafa möguleikann á að bæta við öðru eða taka ódýrara kort í PhysX :) ~40þús
Intel X25-M 80GB (Crucial C300 128GB ef maður týmir því) ~50þús
Samsung 1TB F3 undir gögn ~11-15þús
Vandaðan DVD-skrifara ~5-6þús

Gætir sloppið með slíka vél á ca. 285þús kall, verið ready fyrir annað skjákort og nóg af afli aukalega, allt í þroskaheft hljóðlátum kassa. Ætti ekkert að heyrast í þessu í idle keyrslu en kannski eitthvað smá í full load.