Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri nokkuð hættulegt að vera með of lítinn aflgjafa?
Hugsunin er að fá sér skjákortið: EVGA GeForce GTX 285. Ég er með 560W aflgjafa en sagt er að krafa um stærð aflgjafa fyrir skjákortið sé a.m.k. 550W.
Er að vonast til þess að þurfa ekki að uppfæra aflgjafann en ef þess gerist þörf er það lítið mál. Ég vill alls ekki eyðileggja íhluti í tölvunni. Er óhætt að prufa nota aflgjafan og sjá hvað gerist?
Þetta er aflgjafinn: http://www.highpowersupply.com/hpc5x0A12C.html
Með von um faglegt svar,
Ómar
Hvað gerist ef...? (aflgjafi)
-
bjartur00
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 77
- Skráði sig: Fös 25. Jún 2010 10:53
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Hvað gerist ef...? (aflgjafi)
Síðast breytt af bjartur00 á Fim 01. Júl 2010 18:28, breytt samtals 1 sinni.
-
ZoRzEr
- /dev/null
- Póstar: 1409
- Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
- Reputation: 43
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Tengdur
Re: Hvað gerist ef...? (aflgjafi)
Það ætti ekki að hafa nein slæm áhrif á skjákortið. Það annaðhvort keyrir mjög hægt eða keyrir alls ekki ef aflið er ekki nóg. Leikir fá lágt FPS, myndir eru choppy í spilun, sérstaklega blu-ray rip t.d. Tölvan gæti tekið á því að slökkva á sér ef ekki er nóg rafmagn fyrir hendi.
Hvernig aflgjafi er þetta annars ? Ef þetta er góður aflagjafi (Silvestone, Corsair, Antec) ætti hann alveg að duga. Ég keyrði GTX285 lengi á 600w Tagan BZ og það gekk án nokkura vandræða.
Hvernig aflgjafi er þetta annars ? Ef þetta er góður aflagjafi (Silvestone, Corsair, Antec) ætti hann alveg að duga. Ég keyrði GTX285 lengi á 600w Tagan BZ og það gekk án nokkura vandræða.
13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Re: Hvað gerist ef...? (aflgjafi)
ZoRzEr skrifaði:Hvernig aflgjafi er þetta annars ? Ef þetta er góður aflagjafi (Silvestone, Corsair, Antec) ætti hann alveg að duga. Ég keyrði GTX285 lengi á 600w Tagan BZ og það gekk án nokkura vandræða.
Og ég er búinn að vera að keyra GTX480 á AXP SimplePower 630W án nokkura vandræða (eins og ég var hræddur við þessa aflgjafa í upphafi þá hafa þeir reynst vonum framar).
En hins vegar ef þú ert að reyna að mjólka aflgjafann um meira en hann getur, þá er alltaf sú hætta á að hann gefi sig og möguleiki, þó lítill, að hann skemmi eitthvað um leið og hann gefur sig. Ólíklegt, en möguleikinn er samt fyrir hendi.
Starfsmaður Tölvutækni.is
-
bjartur00
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 77
- Skráði sig: Fös 25. Jún 2010 10:53
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað gerist ef...? (aflgjafi)
Þetta er aflgjafinn sem ég er með.
http://www.highpowersupply.com/hpc5x0A12C.html
http://www.dragonsteelmods.com/index.ph ... &Itemid=32
Er hann nógu góður?
Kveðja, Ómar
http://www.highpowersupply.com/hpc5x0A12C.html
http://www.dragonsteelmods.com/index.ph ... &Itemid=32
Er hann nógu góður?
Kveðja, Ómar
Re: Hvað gerist ef...? (aflgjafi)
Samkvæmt töflunni ætti hann að vera að gefa út 36.6A á 12V greinunum.
nVidia segja að minimum sé 550W með 40A á 12V. Þetta fer þó eftir restinni af búnaðnum í vélinni þinni, en það væri ekkert vitlaust að skoða með að selja þennan og kaupa einhvern ódýran, öflugri aflgjafa.
nVidia segja að minimum sé 550W með 40A á 12V. Þetta fer þó eftir restinni af búnaðnum í vélinni þinni, en það væri ekkert vitlaust að skoða með að selja þennan og kaupa einhvern ódýran, öflugri aflgjafa.
Starfsmaður Tölvutækni.is
-
AntiTrust
- Stjórnandi
- Póstar: 6379
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 174
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað gerist ef...? (aflgjafi)
Það litla sem ég þekki inn á rafmagn, og þá sérstaklega þegar kemur að tölvum er að ófullnægjandi aflgjafar eru í BESTA falli óhollir fyrir vélbúnaðinn til lengri tíma. Fyrir utan hættuna á því eins og búið er að taka fram að aflgjafinn sjálfur gefi sig, og þeir geta tekið ýmislegt með sér í leiðinni.