Harðdisk vesen, gengur illa að lesa af diski

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Harðdisk vesen, gengur illa að lesa af diski

Pósturaf hagur » Fim 27. Maí 2010 22:25

Daginn,

Einn gamall diskur í servernum mínum virðist við það að gefa upp öndina. Vandamálið lýsir sér þannig að allur lestur af disknum er gríðarlega hægvirkur, ef ekki hreinlega ómögulegur.

Ég get auðveldlega browsað diskinn, en ef ég ætla að færa/afrita skrár af honum yfir á annan disk, þá bara tekur það endalausan tíma og gengur eiginlega ekki neitt.

HD Tune Pro segir mér að diskurinn sé með gríðarlega mikið af read errors og mér sé hollast að skipta honum út hið snarasta. Það hyggst ég nú gera, en datt í hug að reyna að bjarga af honum gögnum fyrst. Það er svosem ekkert merkilegt á disknum, en samt eitthvað sem væri gaman að halda í.

Mælið þið með einhverjum forritum sem gætu mögulega afritað gögnin af disknum? Copy/move fídusinn í Windows Explorer er ekki að gera sig.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Harðdisk vesen, gengur illa að lesa af diski

Pósturaf AntiTrust » Fim 27. Maí 2010 22:27

Sjá hvort TeraCopy fær sömu villur? Veit að það bypassar ýmsa buffera til að C/P sem fljótast.

Annars EasyRecovery eða GetDataBack, Recuva.. Dettur í hug í fljótu bragði.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Harðdisk vesen, gengur illa að lesa af diski

Pósturaf hagur » Fim 27. Maí 2010 22:44

Er að prófa TeraCopy núna, það virðist ætla að virka :)

Transfer rate-ið er reyndar ekki nema 1 MB/s, en ætli þessi diskur höndli nokkuð meira.

Takk fyrir uppástungurnar =D>