Ups-i, smá hjálp


Höfundur
spankmaster
has spoken...
Póstar: 162
Skráði sig: Sun 15. Nóv 2009 00:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ups-i, smá hjálp

Pósturaf spankmaster » Þri 16. Feb 2010 13:46

Þannig er mál með vexti að rafmagnið í húsinu mínu er nokkuð óstöðugt, það á til að slá út þegar ryksugan er sett í gang og annað, sem getur verið nokkuð leiðilegt þegar maður er hæstur á dps listanu m í 25 manna raidi í WOW (jamm ég er wow nörd, sue me) eða allt annað yfir höfuð, þannig að ég fór að hugsa út í að fá mér back-ups eða upsa, en ég hef voða lítið vit á málinu, hvað ég þarf og hvað ekki!!!!.


Það sem ég myndi vilja ná út úr upsanum er að geta haldið 2 tölvum í gangi og 2 skjám. og ekki væri verra að geta haldið roudernum gangandi líka. annað eins og hátalarar og svoleiðis má alveg eiga sig.

þannig að ef það er einhver þarna úti sem hefur smá vit á þessu, þá þætti mér vænt um að fá smá hjálp í málinu.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ups-i, smá hjálp

Pósturaf hagur » Þri 16. Feb 2010 15:58

Svona "home-use" UPS-ar eru aðallega hugsaðir til að halda vélunum gangandi rétt á meðan að hægt er að slökkva á þeim á réttan máta, reyndar ef þú ert aðallega að verja þig gegn því þegar öryggi slær út, þá þarftu bara að vera nokkuð snöggur að slá því inn aftur. Þetta er ekki að fara að halda 2 tölvum og 2 skjám gangandi nema kannski í örfáar mínútur.

Annars er það VA og W tölurnar sem gilda, því hærri sem þær eru því fleiri hlutum getur hann haldið gangandi og lengur.

Computer.is er að selja tvo UPS-a, reyndar frá "no-name" merki, a.m.k ekki mjög þekktu:

http://www.computer.is/flokkar/150/

Tölvulistinn er með meira úrval og með APC sem er þekkt merki í UPS-um:

http://www.tolvulistinn.is/voruflokkur/ ... aaflgjafar

Eru þetta LCD eða túbuskjáir? Hversu öflugar tölvur eru þetta?

Þessi hérna t.d: http://www.tolvulistinn.is/vara/17757 ræður við allt að 400 wött, en hann er bara að halda því gangandi í 2-3 mínútur. Það ætti svosem að vera nægur tími til að spretta upp og slá inn öryggið ef það slær út.




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Ups-i, smá hjálp

Pósturaf codec » Þri 16. Feb 2010 17:04

Þetta eru dýr tæki og þú færð bara nokkrar mínutur til að slökkva á dótinu. En það er alveg þess virði þar sem að fyrir utan að vera pirrandi þá geta svona truflanir skemmt tölvubúnað.

Ég átti t.d. í sama vanda og þú og var búin að steikja 3 routera þegar ég fékk mér ups-a en engan síðan þá.
Passaðu bara að tengja bara nauðsinnlegan búnað í ups-an til að nýta hann sem best því fleiri tæki sem eru tengd því skemur endist hann á batteríinu (segir sig sjálft en samt).

nokkuð úrval hjá Tölvutek líka og sýnist t.d 300w 500VA APC ups-i vera ódýrari þar en í Tölvulistanum (APC er aðal í þessum fræðum, held ég)
http://www.tolvutek.is/index.php?manufacturers_id=111



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1545
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ups-i, smá hjálp

Pósturaf andribolla » Þri 16. Feb 2010 18:04

er ekki ódyrara og einfaldara að fá bara rafvirkja á svæðið og laga þetta ?




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ups-i, smá hjálp

Pósturaf SteiniP » Þri 16. Feb 2010 18:06

andribolla skrifaði:er ekki ódyrara og einfaldara að fá bara rafvirkja á svæðið og laga þetta ?

var að fara að segja þetta
Góðir UPS-ar eru dýrir og það væri minna bögg að hafa rafmagnið í lagi.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2925
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 228
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Ups-i, smá hjálp

Pósturaf CendenZ » Þri 16. Feb 2010 18:06

andribolla skrifaði:er ekki ódyrara og einfaldara að fá bara rafvirkja á svæðið og laga þetta ?



Það getur verið dýrara.. en öruggara verður það...

Þú þarft eitthvað að láta kíkja á greinarnar í töflunni, hvort er lekaliði að slá út eða öryggi?




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ups-i, smá hjálp

Pósturaf biturk » Þri 16. Feb 2010 18:10

hvað er öryggið eiginlega stórt hjá þér?


hljómar eins og að það hafi farið öryggi og verið sett minna til að redda sér en síðann gleimst að skipta því út?

eða eru lagnirnar bara einfaldlega að slá saman í sumum innstungum?

er þetta allt húsið eða bara vissar innstungur?


láttu kíkja á þetta, þú getur stórskaðað sjálfan þig og fjölskyldu með að hafa rafmagn hjá þér í svona standi og í versta falli kveikt í kofanum og misst allt......líka fjölskyldumeðlimi.



hvað er öryggið stórt í töflunni? er þetta nokkuð gömul tafla með postulínsöryggjum?


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1545
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ups-i, smá hjálp

Pósturaf andribolla » Þri 16. Feb 2010 18:17

blessaður vertu settu bara 63A i þetta allt ....




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Ups-i, smá hjálp

Pósturaf codec » Mið 17. Feb 2010 09:48

andribolla skrifaði:er ekki ódyrara og einfaldara að fá bara rafvirkja á svæðið og laga þetta ?

Kannski ódýrara að fá rafvirkja til að koma í kaffi en um leið og hann þarf að gera eitthvað t.d. skipta út töflu eða draga í nýtt rafmagn þá getur það það orðið mjög dýrt mjög fljótt.
Það er hægt að fá ups-a á um 20þ. kall. Þú gætir kannski fengið þessa félaga í verkið fyrir þann pening

Mynd

En svona án gríns þá er það alveg rétt er það að það væri sennilega besta lausnin að láta laga rafmagnið.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ups-i, smá hjálp

Pósturaf urban » Mið 17. Feb 2010 09:57

codec skrifaði:
andribolla skrifaði:er ekki ódyrara og einfaldara að fá bara rafvirkja á svæðið og laga þetta ?

Kannski ódýrara að fá rafvirkja til að koma í kaffi en um leið og hann þarf að gera eitthvað t.d. skipta út töflu eða draga í nýtt rafmagn þá getur það það orðið mjög dýrt mjög fljótt.
Það er hægt að fá ups-a á um 20þ. kall. Þú gætir kannski fengið þessa félaga í verkið fyrir þann pening

Mynd

En svona án gríns þá er það alveg rétt er það að það væri sennilega besta lausnin að láta laga rafmagnið.



ef að rafmagn í heimahúsi er þannig að það slær út við það að kveikja á ryksugu þá getur þú líka lent í því að fá þessa gaura í heimsókn allt í einu.

Mynd

ég hugsa að rafvirkinn sé ódýrari.
en það breytir því svo sem ekki að hann er fokk dýr.
töfluskipti með vinnu og ílögnum er ekki undir 150 þús ef að það er uppgefin vinna.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


oskarom
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 14
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ups-i, smá hjálp

Pósturaf oskarom » Mið 17. Feb 2010 13:44

Ég tek undir það að láta yfir fara rafmagnið hjá þér, en fáðu fagmann í verkið...

Maður hef séð ótrúlegustu fráganga, þá sérstaklega í eldri húsum, talandi ekki um þar sem vantar jörðina í tenglana...

En ég mæli líka með því að fá sér varaaflgjafa, þ.e.a.s ef þú átt nóg af peningum, en ekki vera að leita þér að varaaflgjafa sem getur haldið vélinni uppí í fleiri fleiri mínútur, það er rándýr leikur. Varaaflgjafar er jafn mikið fyrir það að jafna út rafmagns "spikes" og að halda dótinu frá því að missa rafmagn óvænt.

Persónuleg myndi ég aldrei kaupa mér varaaflgjafa frá einhverju "no-name" merki, ég færi í APC þó hann kostaði tvöfallt meira, APC eru einfaldlega lang bestir í þessu og þegar kemur að rafmagnshlutum er aldrei sniðugt að kaupa "budget" dót.