24" Led Skjár frá LG

Skjámynd

Höfundur
kazgalor
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

24" Led Skjár frá LG

Pósturaf kazgalor » Fös 15. Jan 2010 19:40

Langaði bara að sýna ykkur eithvað sem ég fann á netinu á heimasíðu LG. Ég veit ekki hvort þetta er nýtt, þarsem vanalega er ég sá sem fréttir allt seinastur.

Speccarnir á þessum skjá eru fáránlegir.

http://www.lge.com/uk/it-products/monit ... p#features


i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf gardar » Fös 15. Jan 2010 20:06

mjeh, TN skjár og 16:9 [-X



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3153
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf hagur » Fös 15. Jan 2010 20:28

Þetta er semsagt LCD skjár með LED baklýsingu .... ekki "alvöru" LED skjár.

Sammála Gardari .... meeehh.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf AntiTrust » Fös 15. Jan 2010 20:56

Ógeðslega smart markaðslega en GJÖRSAMLEGA ÓÞOLANDI consumer-wise að flest stór LCD fyrirtæki eru farin að auglýsa "LED TV's, LED LCD'S" þegar í 99% tilfella er eingöngu LED baklýsing.

Skítalykt af þessu.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4358
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 409
Staða: Ótengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf chaplin » Fös 15. Jan 2010 21:02

AntiTrust skrifaði:Ógeðslega smart markaðslega en GJÖRSAMLEGA ÓÞOLANDI consumer-wise að flest stór LCD fyrirtæki eru farin að auglýsa "LED TV's, LED LCD'S" þegar í 99% tilfella er eingöngu LED baklýsing.

Skítalykt af þessu.

En þegar þeir auglýsa "2ms response time" þegar það er 2ms svarthvítt, +5ms litur?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf Viktor » Fös 15. Jan 2010 21:11

99% af specs á skjám með TN panel eru auglýsingatrikk. Fyrir utan það að þetta er pottþétt ekki LED skjár heldur baklýstur með díóðum.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf Klemmi » Fös 15. Jan 2010 21:12

daanielin skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Ógeðslega smart markaðslega en GJÖRSAMLEGA ÓÞOLANDI consumer-wise að flest stór LCD fyrirtæki eru farin að auglýsa "LED TV's, LED LCD'S" þegar í 99% tilfella er eingöngu LED baklýsing.

Skítalykt af þessu.

En þegar þeir auglýsa "2ms response time" þegar það er 2ms svarthvítt, +5ms litur?


Öfugt.... 2ms gray to gray, +5ms svart-í-svart (skiljanlegur munur þar sem svart í svart eru tvær litabreytingar, svart í hvítt og svo aftur í svart (og mesti munur sem þú getur fengið), gray to gray bara úr einum gráum í annan).


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4358
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 409
Staða: Ótengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf chaplin » Fös 15. Jan 2010 21:27

Klemmi skrifaði:
daanielin skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Ógeðslega smart markaðslega en GJÖRSAMLEGA ÓÞOLANDI consumer-wise að flest stór LCD fyrirtæki eru farin að auglýsa "LED TV's, LED LCD'S" þegar í 99% tilfella er eingöngu LED baklýsing.

Skítalykt af þessu.

En þegar þeir auglýsa "2ms response time" þegar það er 2ms svarthvítt, +5ms litur?


Öfugt.... 2ms gray to gray, +5ms svart-í-svart (skiljanlegur munur þar sem svart í svart eru tvær litabreytingar, svart í hvítt og svo aftur í svart (og mesti munur sem þú getur fengið), gray to gray bara úr einum gráum í annan).

Já eða það, 2ms gtg (oftast stendur ekki gtg og það hata ég).. keypti 70þkr skjá já elko afþví hann átti að vera 2ms lit, komst svo afþví um daginn að það GTG.. :evil:




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf Klemmi » Fös 15. Jan 2010 21:43

daanielin skrifaði:Já eða það, 2ms gtg (oftast stendur ekki gtg og það hata ég).. keypti 70þkr skjá já elko afþví hann átti að vera 2ms lit, komst svo afþví um daginn að það GTG.. :evil:


Ég skil þetta reyndar sem að grár/gray sé notað um misdökka liti, ekki bara mismunandi dökkan lit á skalanum svart til hvítt :) Um getur verið að ræða dökkrauðan/grænan/gulan eða ljósrauðan/bláan/brúnan o.s.frv., bara ekki eins bjartan lit eins og hægt er né eins dökkan og hægt er (sem í grunninn er auðvitað bara svartur og hvítur)

Getur verið að ég sé að misskilja, en þannig skil ég þetta :)


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf Oak » Fös 15. Jan 2010 22:01

Hvernig LCD er LED LCD ef að hann er ekki baklýstur ? Langar að vita svona fyrir framtíðar skjákaup. :)
Eruði til í að koma með dæmi ?


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3153
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf hagur » Fös 15. Jan 2010 23:48

Oak skrifaði:Hvernig LCD er LED LCD ef að hann er ekki baklýstur ? Langar að vita svona fyrir framtíðar skjákaup. :)
Eruði til í að koma með dæmi ?


Hérna er smá crash-course í LCD skjám ....

Allir LCD skjáir eru baklýstir. Baklýsingin er venjulega ein ljósapera ef svo mætti segja, þ.e t.d einn lampi. Hann gefur því alltaf frá sér ljós bakvið allan myndflötinn. Það sem ræður svo contrastinum og magni á back-light bleed-i er hversu góður skjárinn er að loka á þetta ljós, því svartur litur á skjánum er í raun gerður með því að loka fyrir baklýsinguna þar sem svarti liturinn á að vera.

LCD skjáir sem eru með LED baklýsingu hafa aftur á móti aragrúa af litlum LED ljósaperum sem lýsa skjáinn upp. Þar sem svartur litur á að koma fram er einfaldlega slökkt á LED perunum þar á bakvið. Þetta þýðir að LED baklýstur skjár getur haft miklu betri contrast og minna back-light bleed.

Svo er komin ný skjátækni sem er alls ekki LCD, heldur notar nokkurskonar LED ljósadíóður til að birta myndina (mjög einfölduð útskýring). Þetta eru t.d OLED skjáir. Mæli með smá "Googli" til að finna meiri uppl. um þetta. Slíkir skjáir bjóða uppá miklu betri myndgæði á allan hátt heldur en LCD skjáirnir.

Að auglýsa LCD skjá með LED baklýsingu sem "LED skjá" er því mjög misvísandi eins og AntiTrust segir.



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf Oak » Lau 16. Jan 2010 00:18

Væri OLED skjár ekki auglýstur sem OLED ekki LED ?
Þeir verða heldur ekkert á viðráðanlegu verði fyrr en eftir nokkur ár.
Þannig að LED baklýstur skjár er þá næst á dagskrá :)


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf gardar » Lau 16. Jan 2010 01:31

Krónan er svo hagstæð, smellir þér á eitt svona tæki! http://www.amazon.com/Sony-XEL-1-11-Inc ... 360&sr=8-1




Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf Matti21 » Lau 16. Jan 2010 01:39

OLED og LED er engan vegin það sama. Skjáir/sjónvörp með LED baklýsingu eru kallaðir LED skjáir og hafa verið það í nokkurn tíma. OLED skjáir/sjónvörp verða bara kallaðir OLED þegar þeir koma og það er ansi langt í það fyrir almenninginn svo ég skil ekki alveg hvað fólk er að missa sig.

Aftur á móti er þessi auka contrast með LED skjái svolítið misskilinn. Þú færð jú mun betri baklýsingu þar sem að ljósið er jafnt yfir allan flötinn. Venjulegir skjáir eiga það til að vera dekkri í hornunum. Hinsvegar getur skjárinn ekki bara einfaldlega slökt á þeim perum sem eiga að sýna svarta liti eins og ekkert sé. Perurnar eru væntanlega tengdar í series svo að ef að slöknar á einni peru slöknar á mörgum, svipað og með jólaseríurnar. Philips 42PFL9803 sem er eitt dýrasta sjónvarpið sem philips framleiðir enn í dag og er með LED baklýsingu getur td. bara skipt sýnum 1125 LED perum í 9 svæði og slökt eða kveikt á einu svæði í einu. Það þarf því að vera frekar mikið af svörtum lit í gangi í einu til þess að tækið/skjárinn fari að slökva á perum og ég efa það eiginlega að þessi tiltekni tölvuskjár sem verið er að ræða um slökkvi nokkurntíman á einhverjum perum fyrir betri svarta liti.

LED baklýsing er samt enþá ótrúlega flott tækni ef hún væri bara ódýrari. Ég sé allavega ekki pointið í að vera að blæða í eitthvað LED LCD sjónvarp meðan ég gæti alveg eins fengið mér plasma tæki. Contrastinn er frekar svipaður.
OLED er hinsvegar eitthvað sem ég býð spenntur eftir að komi á almennan markað (ég veit það er til eitthvað 11" sony tæki sem ég get keypt ef ég sel nýrað mitt en það er ekki það sem ég kalla "almennan markað").


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: 24" Led Skjár frá LG

Pósturaf gardar » Lau 16. Jan 2010 01:52

Vissi ekki þetta með series eins og þú nefndir Matti21, fróðlegt að heyra og dregur eginlega úr lönguninni á því að kaupa led tæki...

Eini kosturinn sem ég sé við led núna er betri batterís ending með led skjá í ferðatölvu