Röð aðgerða í uppsetningu á Turn frá a-ö

Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Röð aðgerða í uppsetningu á Turn frá a-ö

Pósturaf BjarniTS » Mið 25. Nóv 2009 14:40

Las einhversstaðar hérna , frábæran checklista um röð aðgerða í samsetningu á turn frá a-ö
Finn það ekki með leitinni , en er ekki einhver sem lumar á svona.

Það er svo gott að hafa svona til að vinna eftir.


Nörd

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Röð aðgerða í uppsetningu á Turn frá a-ö

Pósturaf Nariur » Mið 25. Nóv 2009 15:03

aflgjafi í kassa.
örri, kæling og minni á móðurborð.
móðurborð í kassa.
skjákort og önnur PCI kort í.
DVD-drif og harðir diskar í kassa (ef kassinn er lítill viltu gera það um leið og þú setur aflgjafann í, fer allt eftir aðstæðum)
tengja snúrur.
???
Profit! :D


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Röð aðgerða í uppsetningu á Turn frá a-ö

Pósturaf Klemmi » Mið 25. Nóv 2009 15:19

Mæli nú með því að tengja sem flestar snúrur áður en þú setur skjákortið og önnur aukakort í og ef þú vilt hafa þetta snyrtilegt, einnig er yfirleitt þægilegra að setja hörðu diskana og drifin í áður en þú ferð að setja skjákortið í, þar sem oftast er erfiðara aðgengi að þeim heldur en kortunum :)

Einnig gott um leið og gengið er frá köplum fyrir harða diskinn að draga straumkapalinn fyrir skjákortið (ef þess þarf) og ganga frá honum, þar sem aðgengi getur einnig verið erfitt þegar kortið er komið í kassann :)

Mín röð er:
Jarðtengja sig
Örgjörvi og kæling sett á móðurborð, vinnsluminni sett í (muna eftir kælikremi/hitaleiðandikermi, ekki setja of mikið eða of lítið, aðeins nóg til að þekja örgjörvann)
Aflgjafi settur í kassa og móðurborðið sett þar ofan í og skrúfað fast
Tengi fyrir díóður og takka framan á kassa sett í og gengið vel frá köplum.
Afltengi sett í móðurborð (muna eftir að tengja bæði 20/24-pinna og 4/8 pinna) og aflsnúra fyrir skjákort dregin og gengið snyrtilega frá
Harðir diskar og drif sett í og tengd
Skjákort og önnur kort sett í
Tölvan ræst og BIOS stilltur.

Alltaf gefa sér tíma áður en sett er saman í nýjan kassa að hugsa sér hvar bezt sé að draga kaplana, verður snyrtilegra og þægilegra í umgengni seinna meir, auk þess sem að loftflæði helst í hámarki þar sem flest allar snúrur liggja sem næst öðrum hlutum kassans.


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Röð aðgerða í uppsetningu á Turn frá a-ö

Pósturaf BjarniTS » Mið 25. Nóv 2009 16:04

Takk strákar , takk fyrir þetta.


Nörd