Ég var að setja upp hjá mér Windows í gær en ég hef gert það ansi oft, en í þetta skiptið er tölvan orðin eitthvað
voðalega þung í keyrslu hjá mér t.d í Flight Simulator X en ég hef aldrei lent í þessu áður.
Ég kíkti á Task Manager hjá mér og þar sá ég eitthvað "mysqld-nt.exe" en ég hef aldrei séð þetta áður,þetta mysqld-nt.exe
virðist vera að taka mikla orku en tölvan er búin að haga sér undarlega undafarið í gær og í dag.
Veit einhver hvað þetta er? og er þetta nauðsyn eða?.....kannski flottur vírus!!!
Ég læt 2 skjáskot af Task Manager hér,en ég hef engin forrit í gangi þegar geri þetta.
Internet download manager er að vísu í gangi en það breytti engu ef slökkt er á því.
En stundum fer Page File upp fyrir 1Gb þótt ég hef ekkert í gangi bara firefox.
Það er annað en á java að vera svona hrikalega í Task Manager,hef aldrei séð það svona hátt hjá mér.
Bestu kveðju

