Vandamálið byrjaði fyrir nokkru þannig að stundum þegar maður kveikir á tölvunni þá er skjárinn svartur (ljós kvikna og hún amk byrjar eitthvað að starta upp), ef maður endurtekið slekkur á henni og kveikir á víxt þá dettur hún inn fyrir rest. Til að byrja með þurfti maður bara að slökkva og kveikja nokkrum sinnum og ef hún datt inn gat maður notað tölvuna. Nú hefur þetta verið að versna þannig að bæði getur tekið langan tíma (kveikja og slökkva margoft) áður en hún dettur inn og það að þegar maður er kominn inn þá allt í einu dettur myndin út og hvít þverstrik hreyfast yfir skjáinn. Ég hef ekki tengt þetta við það að hreyfa lokið (þó að sambandleysi þar etv mögulegt). Er ekki líklegast að skjákortið sé bilað, eða er möguleiki að móðurborðið sé bilað? Ég er ekki tilbúinn að kosta mikið upp á gamla tölvu en ef t.d. þið haldið að maður gæti keypt ódýrt skjákort og málið leyst myndi maður reyna það. Tölvan virkar ágætlega fyrir utan að hún hitnar mjög mikið ? hvort það hafi getað skemmt eitthvað út frá sér.
Vona að einhver hafi nennt að lesa þessa langloku og geti komið með góð ráð
Kveðja Stefán